Endurfjármagnaði og sparaði 60.000 krónur á mánuði

Tinna Bryde, viðskiptaþró­un­ar­stjóri Two Birds, veit flest það sem viðkem­ur fast­eigna­kaup­um og end­ur­fjármögn­un, enda hef­ur hún unnið fyr­ir banka og fjár­tæknifyr­ir­tæki alla sína vinnutíð. Sjálf fjár­magn­ar hún tóm­stund­ir sín­ar og ferðalög með út­sjón­ar­semi í fjár­stýr­ingu, sem marg­ir gætu tekið sér til fyr­ir­mynd­ar. 

Tinna býr með tveim­ur son­um sín­um miðsvæðis í Hafnar­f­irði og seg­ir fátt stand­ast sam­an­b­urðinn við það svæði. Hún er Hafn­f­irðing­ur í húð og hár og er með allt í kring­um sig í göngu­færi, búðir, vini, skóla og fjöl­skyld­una. Tinna hef­ur margþætta reynslu af fjár­mála­markaði í bland við nýj­ustu tækni. Hún hóf störf í Spari­sjóði Kópa­vogs á mennta­skóla­ár­um sín­um.

„Sá banki varð að Byr og svo seinna Byr Spari­sjóði og síðan Íslands­banka. Ég vann í öll­um þess­um bönk­um í ára­tug, fyrst sem gjald­keri og síðan sem þjón­usturáðgjafi og lána­stjóri. Allt sem viðkem­ur bankaþjón­ustu og fjár­mál­um hef­ur því verið á mínu áhuga­sviði svo lengi sem ég man eft­ir mér.“

Yngri kyn­slóðir kalla eft­ir meiri sjálf­virkni­væðingu

Eft­ir störf í bank­an­um hóf Tinna að starfa fyr­ir Cred­it­in­fo þar sem hún tók þátt í þróun sta­f­rænna lausna fyr­ir fyr­ir­tækið og áttaði sig hratt á því að enda­laus tæki­færi voru til hagræðing­ar og sjálf­virkni­væðing­ar á sviði fjár­mála.

„Yngri kyn­lóðir kalla eft­ir meiri sjálf­virkni­væðingu, þar sem hægt er að sækja um af­greiðslu hvenær sem er á net­inu, með jafn­ræði og skil­virkni í fyr­ir­rúmi. Sú kyn­slóð sem er að stofna til heim­il­is núna er að kalla eft­ir hinu sama, þó ekki megi gleyma mann­lega part­in­um, en per­sónu­leg þjón­usta á ennþá sinn stað í bönk­un­um.“

Tinna er viðskiptaþró­un­ar­stjóri fyr­ir Two Birds í dag sem fel­ur í sér að vera alltaf að hugsa aðeins fram í tím­ann þegar kem­ur að þjón­ustu á fjár­mála­markaði. Two Birds held­ur úti meðal ann­ars vef Aur­bjarg­ar, þar sem finna má áhuga­verðar upp­lýs­ing­ar um fast­eigna­kaup. Upp­setn­ing vefs­ins er ein­föld og skil­virk.

„Ég fór frá Cred­it­in­fo yfir í Two Birds en sami stofn­andi kom að báðum fyr­ir­tækj­um. Fast­eigna­kaup hafa lengi verið mér hug­leik­in enda kom ég að gerð ra­f­ræns greiðslu­mats hjá Cred­it­in­fo á sín­um tíma, sem var mik­il bylt­ing, því greiðslu­mat sem tók vana­lega nokkra daga í vinnslu var loks hægt að fram­kvæma á nokkr­um mín­út­um með ra­f­rænni lausn. Í þeirri vinnu lærði ég að út­sjón­ar­semi og tækni get­ur hjálpað fólki að rata í flóknu fjár­má­laum­hverfi og ein­faldað þannig lífið aðeins.“

Spara tíma og fjár­muni

Fjár­tæknifyr­ir­tæki leit­ast við að smíða góðar lausn­ir fyr­ir bæði fólk og fyr­ir­tæki.

„Það er mjög áhuga­vert að sjá hvernig hægt er að nýta öll þau gögn sem Two Birds hef­ur aðgang að og búa til virði úr þeim fyr­ir neyt­end­ur. Okk­ar fyrsta vara var ra­f­rænt verðmat, sem er skýrsla sem sýn­ir fólki áætlað markaðsverð fast­eign­ar, verðþróun, sýn­ir lista yfir seld­ar sam­bæri­leg­ar eign­ir og eign­ir sem eru til sölu í dag. Með þess­um upp­lýs­ing­um get­ur fólk séð á hvaða upp­lýs­ing­um við byggj­um okk­ar áætlaða markaðsverð og séð ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um sam­bæri­leg­ar eign­ir sem hafa verið í sölu­ferli. Skýrsl­an er mjög vin­sæl og hef­ur sparað mörg­um bæði tíma og fjár­muni, enda er mark­miðið okk­ar að vald­efla fólk í fast­eignaviðskipt­um með upp­lýs­ing­um sem hjálpa því að taka betri ákv­arðanir.

Aur­björg.is er sam­an­b­urðar­vefsíða á þjón­ust­um sem tengj­ast fjár­mál­um heim­il­is­ins. Á síðunni geta neyt­end­ur gert sam­an­b­urð á sem dæmi hús­næðislán­um, end­ur­fjármögn­un, raf­orku og skráð sig í viðskipti eða sent um­sókn í gegn­um Aur­björgu.“

Tinna seg­ir hús­næðislán­in stór­an hluta af heim­il­is­bók­hald­inu og því sé mjög mik­il­vægt að fara ofan í kjöl­inn á þeim.

„Við bjugg­um til sér­staka reikni­vél fyr­ir hús­næðislán­in, sem reikn­ar út og birt­ir upp­lýs­ing­ar um hús­næðislán sem eru í boði út frá for­send­um not­and­ans. Ég hef hjálpað mörg­um í fjöl­skyldu- og vina­hópn­um að skoða og meta lána­mögu­leika við fast­eigna­kaup. Þessi reikni­vél hef­ur ein­faldað mál­in það mikið að eft­ir að hún var gerð aðgengi­leg á Aur­borg.is, hef ég getað vísað fólki beint á reikni­vél­ina sem finn­ur besta kost­inn fyr­ir fólk hvort sem það leit­ar eft­ir nýju láni eða end­ur­fjármögn­un.

Það eru þúsund­ir fyr­ir­spurna sem koma frá fólki í gegn­um lána­reikn­inn okk­ar mánaðarlega og við heyr­um reglu­lega frá not­end­um sem hafa náð að spara sér mikla fjár­muni með þjón­ust­unni. Það var til dæm­is einn not­andi sem sendi okk­ur mikl­ar þakk­ir eft­ir að hann náði að end­ur­fjármagna lán­in sín og spara sér 60.000 krón­ur á mánuði. Það mun­ar nú um minna!“

Fór óhefðbundna leið í fast­eigna­kaup­um

Þegar Tinna festi kaup á sinni fyrstu íbúð í Hafnar­f­irði var hún ein­ung­is um tví­tugt.

„Ég er svo hepp­in að eiga mjög for­sjála for­eldra sem tóku ekki annað í mál en að ég myndi fara í þá fjár­fest­ingu að kaupa mér mitt eigið hús­næði, eft­ir að ég byrjaði í fullu starfi. Fyrstu kaup­in voru ný­bygg­ing sem var ekki til­bú­in og náði ég með því að greiða inn­borg­un­ina yfir nokk­urra mánaða skeið sem hentaði mjög vel fyr­ir mig. Einnig leigði ég íbúðina út fyrsta árið sem auðveldaði mér kaup­in.“

Hvaða ráð áttu fyr­ir ungt fólk sem lang­ar að eign­ast sína fyrstu íbúð?

„Ég myndi ráðleggja ungu fólki að stofna viðbót­ar­sér­eign­ar­sparnað sem fyrst, en fyrstu kaup­end­ur geta notað upp­söfnuð iðgjöld til kaupa á fyrstu íbúð skatt­frjálst. Það er því gott að byrja sem fyrst og þá eru lík­ur á að góð upp­hæð sé kom­in inn í sparnaðinn þegar huga á að fast­eigna­kaup­um.“

Hvað með þá sem eru fast­ir á leigu­markaði, hvað geta þeir gert?

„Þar er líka mögu­leik­inn að safna upp viðbót­ar­sér­eign­ar­sparnaðinum, hann virk­ar þannig að ein­stak­ling­ar geta valið að setja 2 eða 4% af heild­ar­laun­um sín­um inn á sparnaðinn, vinnu­veit­andi legg­ur á móti 2%. Með þess­ari leið geta ein­stak­ling­ar safnað allt að 6% af heild­ar­laun­um á mánuði. Ef við tök­um dæmi um aðila með 750 þúsund króna heild­ar­laun þá get­ur hann safnað sér 45.000 á mánuði.“

Tinna er jafn­framt spennt fyr­ir vild­ar­áskrift sem var sett í loftið ný­verið, með áhuga­verðum nýj­ung­um og mögu­leik­um fyr­ir fólk á fast­eigna­markaði.

„Þjón­ust­an vakt­ar til dæm­is kjör á hús­næðislán­um, veit­ir aðgang að ra­f­rænu verðmati fast­eigna og birt­ir frétt­ir þessu tengd­ar. Premium-not­end­ur fá góða yf­ir­sýn yfir eigna­stöðuna sína, geta séð út­reikn­ing á sparnaði við að borga auka­lega inn á höfuðstól láns og fá til­kynn­ing­ar þegar er heppi­leg­ur tími til að end­ur­fjármagna lán­in sín.“

Vill fjár­festa í upp­lif­un þó ör­yggi skipti hana miklu máli

Tinna seg­ir að með því að end­ur­fjármagna og vera sí­fellt að skoða mál­in geti fólk eins og hún lifað því lífi sem það dreym­ir um.

„Ég er mikið fyr­ir ör­yggi í líf­inu, en vil fjár­festa í upp­lif­un og ferðalög­um líka. Því spyr ég mig reglu­lega að því hvernig lán­in mín líta út í dag? Með þessu móti spara ég pen­inga og get þá veitt mér það sem mig lang­ar í líf­inu.“

Hvað mun árið 2022 bera í skauti sér?

„Ég vona að við mun­um ná tök­um á kór­ónu­veirunni fljótt svo ég geti haldið áfram að æfa af krafti á morgn­ana í World Class. Ég vakna vana­lega klukk­an sex og æfi þar með frá­bær­um hópi vin­kvenna minna og síðan fer ég heim þar sem dag­ur­inn hefst með börn­un­um mín­um. Ég er mikið nátt­úru­barn og finnst fátt jafn­skemmti­legt og að hlaupa úti í guðsgrænni nátt­úr­unni, ég vona að ég kom­ist til að sinna því á ár­inu. Hápunkt­ur­inn er fjalla­hlaup á Bræðslunni í Borg­ar­f­irði eystra, með fjöl­skyld­unni. Ég byrjaði líka í golfi á síðasta ári með skemmti­legu fólki og kol­féll fyr­ir því. Svo dreym­ir mig um að kom­ast í ferðalög á fram­andi slóðum með strák­ana mína, en fyr­ir­hugað er að fara til Kúbu ef ástandið batn­ar á ár­inu.“

Heimild: Morgunblaðið, Elínrós Líndal, Smartland Mörtu Maríu, 21. 1. 2022 

Aurbjörg

Aurbjörg
01.02.22