Rafrænt verðmat

Rafrænt verðmat er skýrsla sem birtir áætlað markaðsvirði eignar ásamt ítarlegum söluupplýsingum á sambærilegum eignum sem eru gagnlegar við ákvörðun um kaup eða sölu á eign

Rafrænt verðmat

Hvað áttu að bjóða í eignina?

Rafræna verðmatið birtir yfirlit yfir síðustu sölur í nágrenni við eignina, upplýsingar sem koma fram um hverja eign er ásett verð, sölutími og endanlegt söluverð. Skýrslan birtir einnig upplýsingar um eignir sem eru til sölu í dag, ásett verð og tíma í sölu

Hvað áttu að bjóða í eignina?

Kaupsamningar og markaðsgögn

Skýrslan byggir á nýjustu kaupsamningum frá Þjóðskrá Íslands og markaðsgögnum frá söluvefjum fasteigna

Kaupsamningar og markaðsgögn

Spurt og svarað

Rafrænt verðmat er skýrsla sem birtir áætlað markaðsvirði fasteignar ásamt ítarlegum söluupplýsingum á sambærilegum eignum sem eru gagnlegar við ákvörðun um kaup eða sölu á fasteign.

Nei það er aðeins hægt að fá rafrænt verðmat á fasteignir sem eru skráðar sem íbúðareignir.

Nýjustu kaupsamningar frá Þjóðskrá Íslands berast til okkar í kringum 20. hvers mánaðar fyrir mánuðinn á undan.

Ef það vantar upplýsingar um selda fasteign í skýrsluna þá getur verið að það eigi eftir að ganga frá þinglýstum kaupsamningi um eignina. Ferlið frá því að eign er keypt (undirritað kauptilboð) og þar til kaupsamningur er undirritaður getur verið allt frá 3 til 6 vikur.

Skýrslan uppfærist í 30 daga eftir kaup svo það geta bæst við nýjar upplýsingar á tímabilinu.

Rafræna verðmatið byggir á nýjustu kaupsamningum frá Þjóðskrá Íslands og markaðsgögnum frá söluvefjum fasteigna.

Rafræna verðmatið er reiknað út frá gögnum og nákvæmni fer eftir umfangi gagna. Á svæðum þar sem mikil sala er á eignum því fleiri gögn eru til og þar sem sala er lítil gildir hið gagnstæða. Því fleiri gögn sem eru tiltæk, því nákvæmari er verðmatið.

Rafræna verðmatið sýnir efri og neðri mörk verðbils sem getur verið mismunandi og fer bæði eftir sögulegum gögnum og fjölda seldra eigna á ákveðnum svæðum. Mikið verðbil gefur til kynna að færri gögn séu tiltæk eða að miklar sveiflur séu á sögulegum gögnum. Lítið verðbil þýðir að við höfum mikið af upplýsingum til að reikna út áætlað virði eignarinnar.

Verðmatið er áætlun um virði eignar og er góður upphafspunktur að því að finna raunvirði eignar. Rafræna verðmatsskýrslan tekur ekki mið af ástandi eignar og því mælum við alltaf með aðstoð fagmanna í fasteignaviðskiptum.

Nei, rafræna verðmatið er ekki raunvirði eignar og þú munt ekki getað notað það eitt og sér við verðlagningu á húsnæði. Skýrslan birtir áætlun um verðmæti eignar út frá tölfræði- og markaðsgögnum sem og gervigreind sem bætir sig stöðugt með upplýsingum um hverja selda eign á markaðnum. Sjónskoðun eignar er mikilvægur partur í útreikningi á raunvirði eignar og því mikilvægt að leita til fagaðila þegar kemur að kaupum og sölu fasteigna.