Aurbjörg

Eignavakt

Settu hvaða eign sem er í vöktun

Með Eignavakt Aurbjargar getur þú sett hvaða eign sem er í vöktun og fylgst með verðbreytingum, söluhreyfingum ásamt því að sjá verð og auglýsingasögu eignarinnar.

Fylgstu með þegar drauma húsið kemur á sölu

Stundum vill maður bara þetta ákveðna hús en það er ekki til sölu. Þú getur sett eignina í vöktun og við fylgjumst með þegar hún kemur á sölu.

Sjáðu allar verðbreytingar á eigninni

Vöktun fylgist með öllum verðbreytingum en þú getur einnig séð alla verðsöguna aftur í tímann. Þar sérðu hvernig ásett verð, fermetraverð og söluskráningin sjálf þróast.

Finnst þér eignin of dýr? Hún gæti lækkað í verði

Hefur þú áhuga á íbúð sem er til sölu en verðið er aðeins of hátt? Settu hana í vöktun og sjáðu hvort verðið fari niður áður en þú hefur samband við fasteignasala.

Ertu forvitinn um á hvað eignin selst?

Þegar þú setur eign í vöktun sérð þú alla verðþróun en einnig sérðu alla kaupsamninga. Þannig getur þú fylgst með öllu ferlinu frá skráningu á sölu, verðbreytingum og að lokum kaupverði.
Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
© 2017-2025 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík