Aurbjörg

Lagalegir fyrirvarar

Lagalegur fyrirvari vegna tölvupósts

Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar fær tölvupóst (og viðhengi) frá Aurbjörgu ber að fara að ákvæðum laga um fjarskipti nr. 70/2022, sbr. 4. mgr. 88. gr. laganna, og gæta fyllsta trúnaðar. Hvorki má lesa, skrá, afrita né notfæra sér efni póstsins á nokkurn hátt. Jafnframt ber þeim aðila að tilkynna Aurbjörgu að tölvupósturinn (og viðhengi) hafi ranglega borist sér. Þá er þess óskað að viðkomandi eyði öllu efni tölvupóstsins. Tilkynningar skulu berast á netfangið aurbjorg@aurbjorg.is.

Lagalegur fyrirvari vegna vefsvæðis Aurbjargar

Aurbjörg býður upp á faglega og óháða þjónustu sem byggist á upplýsingum sem Aurbjörg aflar frá þriðja aðila án þess að hafa hagsmuni af innihaldi þeirra. Aurbjörg leitast við að hafa allar upplýsingar, útreikninga í reiknivélum og tilvísanir réttar og í samræmi við nýjustu útgáfur og uppfærslur. Aurbjörg getur þó hvorki ábyrgst að útreikningar og upplýsingarnar séu ávallt réttar né að áætlun út frá tölfræðilegum gögnum standist skoðun fram í tímann.

Aurbjörg er hlutlaus aðili og tekur ekki á nokkurn hátt afstöðu til upplýsinga eða tilboða sem Aurbjörg aflar fyrir hönd notenda frá þriðja aðila. Þá tekur Aurbjörg ekki afstöðu til þess hvort upplýsingar sem birtar eru frá þriðja aðila séu réttar, löglegar eða siðlegar né ábyrgist vörur eða þjónustur frá þriðja aðila þó þær séu birtar á vef Aurbjargar. Þjónusta Aurbjargar felst eingöngu í upplýsinga- og samanburðarþjónustu til að aðstoða þig með fjármál heimilisins en felur ekki í sér lögfræðilega, skattalega eða aðra formlega fjármálaráðgjöf.

Aurbjörg ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlotist getur vegna galla eða bilunar í vél- eða hugbúnaði sem tengjast vefsvæði Aurbjargar, vafra eða stýrikerfi notanda, tengingu við veraldarvefinn eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda stöðvun eða rofi á þjónustu Aurbjargar, s.s. villur í gögnum eða truflanir í rekstri tölvukerfa.

Aurbjörg ber ekki ábyrgð á tjóni sem verður rakið til óviðráðanlegra orsaka (e. force majure), s.s. stríði, hryðjuverkum, náttúruhamförum, farsóttum, verkfalli eða viðskiptabanni né annarra atvika sem stafa af stjórnmálalegum, fjármála- eða efnahagslegslegum atburðum sem kunna að koma í veg fyrir eða valda rofi á þjónustu Aurbjargar.

Aurbjörg áskilur sér rétt á að rjúfa aðgang að vefsvæði Aurbjargar og/eða upplýsingum um stundarsakir fyrirvaralaust ef þörf krefur vegna viðhalds og endurbóta á þjónustu Aurbjargar, vegna uppfærslu á öryggisráðstöfunum o.þ.h.

Framangreint á einnig við um allt efni sem Aurbjörg setur inn á samfélagsmiðla eins og Instagram, Facebook, Twitter o.fl.

Hugverkaréttindi

Vefsvæði Aurbjargar og allt innihald þess þ. á m. útlitshönnun, vörumerki, hugbúnaður, ljósmyndir, ritstýrt efni og annað ótiltekið efni eru hugverk eiganda Aurbjargar og varið samkvæmt höfundar- og vörumerkjalögum á Íslandi og annars staðar. Allt innihald vefsvæðis Aurbjargar er eign Two birds ehf., kt. 430518-1430, Lágmúla 9, 108 Reykjavík.

Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af innihaldi vefsvæðisins, hvort heldur sem er að hluta eða heild, er óheimil.

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
© 2017-2025 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík