Með Eignavakt Aurbjargar getur þú skoðað eignir sem bjóða upp á Hlutdeildarlán, en Hlutdeildarlán er veitt til fyrstu kaupenda eða þeirra sem hafa ekki átt íbúð síðustu 5 ár. Þau eru ólík öðrum lánum þar sem ekki eru mánaðarlegar greiðslur né vextir heldur greiðir þú lánið til baka eftir 10 ár eða þegar þú selur íbúðina.