Taktu auðvelt skref í átt að betri fjármálum

Ekki missa af tækifærinu til að spara og vera með á nótunum þegar kemur að lána- og fasteignamarkaðnum og öðru sem tengist heimilisbókhaldinu. Aurbjörg stendur vaktina og lætur þig vita um leið og þér bjóðast betri kjör!

Aðeins 790 kr. á mánuði

[object Object]

Vöktun á húsnæðisláninu þínu

Aurbjörg fylgist statt og stöðugt með öllum hræringum á fasteignalánamarkaðnum og vaktar þín fasteignalán. Premium-áskrifandur fá tilkynningar þegar heppilegur tími er til að endurfjármagna lán, hvort sem þeir leitast við að lækka greiðslubyrði, verða skuldlausir fyrr eða losa um fjármagn

Vöktun á húsnæðisláninu þínu

Verðmat á hvaða fasteign sem er

Fasteignaverðmat Aurbjargar er algjörlega einstakt og mikið notað af fagfólki í fasteignabransanum. Sem Premium-áskrifandi færðu fjórar fríar verðmatsskýrslur á mánuði. Þú færð verðmat á lögheimili þínu og þremur öðrum eignum að eigin vali. Verðmatið kemur sér gríðarlega vel hvort sem fólk vill kaupa eða selja eign, nú eða hreinlega forvitnast um virði fasteigna

Verðmat á hvaða fasteign sem er

Spurt og svarað

Á mínum síðum hefur þú aðgang að svæði þar sem þú getur sett inn upplýsingar um húsnæðislánið þitt og séð t.d. áhrif þess að greiða aukalega inn á höfuðstólinn mánaðarlega.

Með Premium áskrift færð þú aðgang að þjónustum sem hjálpa þér að fylgjast með stærstu fjárfestingunni þinni, heimilinu. Þú færð aðgang að vaktinni sem hjálpar þér að fylgjast með húsnæðisláninu og vakta tækifæri til endurfjármögnunar. Þú færð einnig aðgang að verðmatsskýrslu fasteigna og framkvæmdabók heimilisins.

Vaktin fylgist með húsnæðisláninu þínu og sendir þér tilkynningu ef þú átt möguleika á að spara pening. Einnig lætur hún þig vita ef það eru breytingar á vöxtum húsnæðislána.

Með Premium áskrift hefur þú aðgang að verðmatsskýrslunni þinni þar sem þú færð yfirlit yfir fasteignir sem selst hafa í hverfinu þínu og hvað er til sölu í dag. Ef þú ert að huga að kaupum og sölu veitir þessi skýrsla þér aðgang að gögnum sem geta hjálpað þér að sjá hvað eignin þín er mikils virði og áætlað sölutíma. Upplýsingar í skýrslunni eru fengnar m.a. úr þinglýstum kaupsamningum frá Þjóðskrá Íslands.

Í Premium áskrift getur þú einnig flett upp þremur verðmatsskýrslum að eigin vali mánaðarlega. Ef eign er tilsölu sem þú vilt skoða þá getur þú séð hversu lengi hún hefur verið í sölumeðferð, hvort söluverð hafi tekið breytingum á sölutíma og hvað sambærilegar eignir hafa verið að seljast á. Þessi gögn geta sparað þér tíma og peninga og veitt þér góða hugarró í fasteignaviðskiptum.

Framkvæmdabók heimilisins er einskonar smurbók fyrir heimilið. Var húsið málað fyrir 5 árum eða 8 árum? Hvað hét verktakinn sem tók gólfið í gegn hjá mér? Haltu utanum framkvæmdir heimilisins í Framkvæmdabókinni, eignin er þín stærsta fjárfesting. Með ítarlegum og góðum upplýsingum getur þú aukið virði á þinni eign.