Með Eignavakt Aurbjargar getur þú sett hvaða eign sem er í vöktun og fylgst með verðbreytingum, söluhreyfingum ásamt því að sjá verð og auglýsingasögu eignarinnar.
Stundum vill maður bara þetta ákveðna hús en það er ekki til sölu. Þú getur sett eignina í vöktun og við fylgjumst með þegar hún kemur á sölu.
Sjáðu allar verðbreytingar á eigninni
Vöktun fylgist með öllum verðbreytingum en þú getur einnig séð alla verðsöguna aftur í tímann. Þar sérðu hvernig ásett verð, fermetraverð og söluskráningin sjálf þróast.
Finnst þér eignin of dýr? Hún gæti lækkað í verði
Hefur þú áhuga á íbúð sem er til sölu en verðið er aðeins of hátt? Settu hana í vöktun og sjáðu hvort verðið fari niður áður en þú hefur samband við fasteignasala.
Ertu forvitinn um á hvað eignin selst?
Þegar þú setur eign í vöktun sérð þú alla verðþróun en einnig sérðu alla kaupsamninga. Þannig getur þú fylgst með öllu ferlinu frá skráningu á sölu, verðbreytingum og að lokum kaupverði.
Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.