Um Aurbjörgu

Aurbjörg er fjártæknivefur sem hjálpar þér með fjármál heimilisins. Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða neytendur við ákvarðanir tengdar fjármálum. Samanburðir á Aurbjörg.is eru unnir án áhrifa frá öðrum fjármálafyrirtækjum eða fyrirtækjunum sem eru borin saman. Með því er verið að gæta að hagsmunum neytenda og leitast við að birta þeim réttar upplýsingar.

Á vefnum má finna ýmsar þjónustur tengdar sparnaðarreikningum, kortum, bílalánum, skammtímalánum og húsnæðislánum. Til dæmis hvernig finna má hagstæðustu húsnæðislánin með hlutlausum samanburði og endurfjármagna þau. Samanburður á verði ýmissa vara og þjónustu er einnig að finna á vefnum, eins og t.d. eldsneyti, síma og interneti, bifreiðaskoðun og rafmagni þar sem með einum smelli er hægt að skipta um raforkusala. Aurbjörg er hér til að einfalda neytendum lífið, einfaldara getur það varla verið.

Tilgangur vefsíðunnar er auðvitað líka að spara neytendum pening, hjálpa þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, endurfjármögnun, sparnað, kort o.fl.

Um okkur

Aurbjörg er í eigu fjártæknifyrirtækisins Two Birds. Þar starfar samhentur hópur sérfræðinga á sviði upplýsingatækni, fjártækni, markaðssetningar, nýsköpunar og fasteignaviðskipta. Two Birds býr yfir öflugu gagnasafni um fasteignamarkaðinn og þróar meðal annars nýjar og notendavænar lausnir. Má þar nefna reiknivélar og samanburð á ýmsum þjónustum, sem hafa það góða markmið að veita óháðar upplýsingar um þjónustur sem snúa að fjármálum heimilanna. Markmið okkar er að hjálpa fólki að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál sín.