Aurbjörg

Vaxtamálið: Hvaða breytingar eiga sér stað?

Vaxtamálið: Hvaða breytingar eiga sér stað?

Vaxtamálið og afleiðingar fyrir takendur húsnæðislána.

Hvaða lánastofnanir hafa gert breytingar á lánveitingum í kjölfar dóms hæstaréttar gegn Íslandsbanka?

Starfsmenn Aurbjargar munu fylgjast með stöðu mála og uppfæra þessa síðu
....

Örstutt samantekt á "Vaxtamálinu" svokallaða.

Neytendasamtökin stefndu Íslandsbanka fyrir hæstarétt þar sem þrætuefnið voru skilmálar óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Í skilmálum bankans komu fram ýmsar forsendur sem bankinn hafði sem rökstuðning fyrir því að breyta mætti vöxtum, eins og "vextir á markaði" og "breytingar á fjármögnunarkostnaði bankans".  Dómur hæstaréttar kvað að þetta væru ekki gagnsæ rök.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti miða við huglæga þætti þegar ákvarðanir eru teknar um að breyta vöxtum til neytenda. Íslandsbanki var samt sýknaður af því að ógilda vaxtabreytingar sem þegar hafa átt sér stað.

Í stuttu máli var bent á að stýrivextir Seðlabanka Íslands væru, enn sem komið er, eini grundvöllur til vaxtabreytinga.

Þessi dómur er hluti stærra máls sem verður tekið fyrir í hæstarétti af Neytendasamtökunum gegn bönkunum á næstu mánuðum. Þess vegna hafa lánastofnanir gert breytingar á lánveitingum sínum. 
....

Bankar 👑

Landsbankinn

20. október:
Gerir hlé á veitingu allra íbúðarlána í bili.
Sjá hér.

Arion Banki

20. október:
Gerir hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána, bæði með breytilegum vöxtum og föstum vöxtum.
Sjá hér.

Íslandsbanki

21. október:
Gerir hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalánalána með breytilegum vöxtum.
Sjá hér.

Lífeyrissjóðir 💎

Gildi:

20. október:
Gerir hlé á veitingu lána með breytilegum vöxtum, bæði verðtryggðu og óverðtryggðum.
Sjá hér.

LSR:

Gerir hlé á veitingu lána með breytilegum vöxtum. 
Sjá hér.

SL Lífeyrissjóður

Gerir hlé á veitingu lána með breytilegum vöxtum.
Sjá hér.

Frjálsi Lífeyrissjóður

Gerir hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum.
Sjá hér.

Stapi Lífeyrissjóður

Gerir hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
© 2017-2025 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík