Í upphafi árs spurðum við fjölda manns út í lífeyrismálin sín og svarið var nokkuð skýrt: þetta er málaflokkur sem margir upplifa sem hálfgerðan frumskóg.
Við spurðum bæði um almenna þekkingu, útreikninga á eftirlaunum og aðgengi að upplýsingum. Úr þessu komu nokkur atriði sem stóðu upp úr:
Margir sögðust vilja eitt einfalt yfirlit yfir lífeyrismálin sín á einum stað. Í dag upplifa margir að þetta sé flókið og óskýrt og svarendur lýstu yfir skorti á gagnsæi og skýrum, aðgengilegum upplýsingum um eigin réttindi og stöðu. Þekking virðist aukast með aldri en samt sem áður virðist vera tilfinning hjá stórum hópi um að kerfið sé flókið og óljóst.
„Algjör frumskógur og veit ekkert hvar ég ætti að byrja.”
Það er ekki einfalt að sjá hvað mismunandi sjóðir bjóða. Tólin eru misjöfn og samanburður á lykilatriðum eins og kostnaði og ávöxtun er erfiður. Sumir vissu ekki einu sinni að hægt væri að skipta um sjóð!
„Heimasíðurnar eru mismunandi og snúast frekar um að selja manni sjóðinn en að gefa alvöru upplýsingar.”
„Hélt lengi að ég gæti ekki skipt og veit ekki hvort það taki því núna.”
Meirihluti svarenda hafði einhverjar áhyggjur af því hvort lífeyririnn myndi nægja til framfærslu. En svo var líka hópur sem hafði „ekki enn hugsað út í þetta“.
„Kem ég til með að lifa góðu lífi á lífeyrinum?”
Fólk tók vel í hugmyndir um stafrænar lausnir sem sýna heildaryfirsýn og gera lífeyrismál einfaldari.
„Væri gott að fá yfirlit á einum stað fyrir ávöxtun, kostnað o.fl. hjá öllum lífeyrissjóðunum.”
Mörg svör snerust um að lífeyrismál þykja flókin og að það vanti skýra, hlutlausa fræðslu sem allir skilja.
„Einfaldari mynd til skoðunar, útskýringar á mannamáli.”
Til að mæta þessum þörfum hefur Aurbjörg tekið næsta skref og þróað nýja þjónustu þar sem fræðsla og samanburður fara hönd í hönd. Það sem gerir þetta sérstaklega spennandi er að í fyrsta sinn hægt að sjá heildarsamanburð á öllum lífeyrissjóðum á Íslandi, bæði þegar kemur að samtryggingu og séreign.
Á sama tíma hefur Aurbjörg sett upp fræðslusíðu sem hjálpar fólki að skilja lífeyriskerfið í heild sinni. Þar er farið yfir hvað hugtök eins og hvað samtrygging, séreign, tilgreind séreign og viðbótarlífeyrissparnaður þýða, og útskýrt hvernig Tryggingastofnun ríkisins spilar inn í stóra myndina.
Fræðslusíða um lífeyrismál: Einföld og aðgengileg yfirlitssíða sem útskýrir grunnatriði lífeyriskerfisins á mannamáli, farið er í öll þessi flóknu orð sem enginn veit hvað þýðir.
Hér má sjá skjáskot af fræðslusíðunni um lífeyrismál
Samanburður á lífeyrissjóðum: Fyrsti samanburður á Íslandi sem nær bæði yfir samtryggingarleiðir og séreignaleiðir allra lífeyrissjóða. Þetta gerir fólki kleift að sjá á einum stað helstu muninn á sjóðunum og taka upplýstari ákvarðanir.
Samanburður á samtryggingu
Samanburður á séreign
HÉR getur þú skoðað farið inn á síðu Aurbjargar til þess að skoða samanburð á lífeyrissjóðum.