Aurbjörg

Eignavakt

Viltu finna
draumaeignina þína?

Með Eignavakt Aurbjargar finnur þú eignir sem henta þínum fjárhag og leitarskilyrðum. Þú getur vaktað eignir, fengið tilkynningar, borið saman, fengið verðmat og gert tilboð í þína draumaeign.

Vistaðu leitir og vaktaðu eignir

Þú setur inn leitarskilyrði og við fylgjumst með fasteignamarkaðnum fyrir þig og látum þig vita þegar drauma tækifærið birtist. Svo þegar þú hefur fundið eign sem þér líst vel á getur þú sett hana í vöktun og við fylgjumst með verðbreytingum, söluverði og öðrum hreyfingum.

Greiðslumat Aurbjargar

Við reiknum út greiðslugetu þína með léttu greiðslumati þar sem þú fyllir inn þínar forsendur, þinn sparnað og eigið fé í eign. Greiðslumatið tekur mið af reglum Seðlabanka Íslands um hámarks greiðslubyrði. Þú sérð svo hver kaupgeta þín er, lánsgeta og greiðslubyrði á húsnæðisláni á mánuði.

Fáðu verðmat á eignum

Þú getur sótt verðmat á hvaða eign sem er með áskrift að Aurbjörgu. Í hverjum mánuði færð þú þrjár verðmatsskýrslur sem þú getur nýtt til að sjá hvort ásett verð sé yfir eða undir áætluðu markaðsvirði. Það getur verið gagnlegt áður en þú gerir tilboð í draumaeignina.

Gerðu tilboð eða sendu fyrirspurn

Þú getur gert tilboð í fasteign með einföldum og gagnsæjum hætti í gegnum Eignavaktina. Þetta sparar bæði tíma og fyrirhöfn, og dregur úr núningi í fasteignaviðskiptum. Þó tilboðið sé ekki bindandi á þessu stigi fer það áfram til fasteignasala sem útbýr formlegt tilboð. Þú getur jafnframt hakað við ef þú hefur áhuga á að selja eigin fasteign, svo fasteignasalinn geti tekið það inn í samtalið samhliða kaupferlinu.

Eignir með HMS/ Hlutdeildarláni

Með Eignavakt Aurbjargar getur þú skoðað eignir sem bjóða upp á Hlutdeildarlán, en Hlutdeildarlán er veitt til fyrstu kaupenda eða þeirra sem hafa ekki átt íbúð síðustu 5 ár. Þau eru ólík öðrum lánum þar sem ekki eru mánaðarlegar greiðslur né vextir heldur greiðir þú lánið til baka eftir 10 ár eða þegar þú selur íbúðina.
Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
© 2017-2025 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík