Aurbjörg

Snjóbolta, og snjóflóða-aðferðin

Snjóbolta, og snjóflóða-aðferðin

Í fullkomnum heimi myndum við vinna í lottóinu eins og þessi pulsuhundur og greiða upp allar okkar skuldir á einu bretti!

Enginn pulsuhundur var skaðaður við gerð þessarar gervigreindarmyndar

Enginn pulsuhundur var skaðaður við gerð þessarar gervigreindarmyndar

En við hin, sem hvorki vinnum í lottóinu né erum pulsuhundar, þurfum að greiða skuldirnar okkar niður hægt og rólega. 

Og þá er spurt: Hvar eigum við að byrja að borga niður skuldir?

Bökkum aðeins!

Segjum sem svo að við séum búin að stilla fjármálunum okkar upp þannig að við eigum fyrir afborgunum lána og helstu nauðsynjum. Eftir það stendur fjárupphæð sem má eyða í hvað sem er. Það er að vísu ekki alltaf þannig 😩

        ... en stillum því upp fyrir sakir dæmisögunnar sem á eftir kemur.

Það er mismunandi hve mikið stendur eftir þegar búið er að greiða fyrir allar nauðsynjar. Sumir eiga 5.000,- kr meðan aðrir eiga kannski mörg hundruð þúsund. Kannski ættum við að gefa okkur að afgangurinn sé 50.000,- og þarf af séu 30.000,- krónur sem við viljum nota í að greiða niður skuldir. 

Þá kemur stóra spurningin:

Hverju breytir það ef við borgum 30.000,- kr meira í hverjum mánuði inn á lánin okkar. 

Núna mætum við með það sem kallað er Snjóbolta-aðferðin og Snjóflóða-aðferðin.

Báðar þessar aðferðir ganga út á að raða skuldunum okkar upp í sérstakri röð og greiða þær síðan niður. 

Snjóbolta-aðferðin
Öllum skuldum raðað upp í röð með lægstu upphæðina fyrst.

Snjóflóða-aðferðin
Öllum skuldum raðað upp í röð þar sem skuldin með hæstu vextina er fyrst.

Og vitið þið hvað. Inni á upphafssíðu Aurbjargar er hægt að raða okkar skuldum upp í báðum þessum röðum - með einum smelli!

Hér er Snjóbolta-aðferðin til vinstri og Snjóflóða-aðferðin til hægri

Hér er Snjóbolta-aðferðin til vinstri og Snjóflóða-aðferðin til hægri

Förum þá aðeins að reikna 🧮

Kíkjum aðeins dýpra á svona heimilsbókhald með þrenns konar skuldum:

1 húsnæðislán
1 skammtímalán
1 yfirdrátt

Það lítur um það bil svona út:

Auðvitað sóttum við allar upplýsingar inn á aurbjorg.is

Auðvitað sóttum við allar upplýsingar inn á aurbjorg.is

Byrjum núna að greiða aukalega inn á skuldir þessa heimilis og notum Snjóboltaaðferðina - lægstu upphæðina fyrst.

Svona lítur þetta út með Snjóflóða-aðferðinni.

Svona lítur þetta út með Snjóflóða-aðferðinni.

Setjum okkur svo að það við höfum byrjað 1. janúar 2024.

Í stað þess að greiða bara 13.014,- kr inn á bílalánið, þá leggjum við 30.000,- kr ofan á það. Við það verður greiðslan á bílaláninu 43.014,- kr.

Það þýðir að í apríl 2025 er seinasta greiðslan af bílaláninu greidd! Það er meira að segja afgangur upp á 38 þúsund! Eyðum því bara í vitleysu. Við eigum það nú skilið :)

En þá byrjar snjóbolta-aðferðin að útskýra hvaðan hún fær nafnið sitt.

Við tökum mánaðarlega afborganir þeirra lána sem við höfum greitt upp - og leggjum þær inn á næsta lán. Innáborgunin hækkar! Hún hleður utan á sig eins og snjóbolti að renna niður brekku.

Í okkar tilfelli erum við nú með:

30.000,- kr - sem við vildum upprunalega nota til að greiða inn á lán
13.014,- kr - sem fór inn á bílalánið sem er greitt upp.
40.218,- kr - sem fór inn á skammtímalánið í hverjum mánuði

Samtals: 84.334,- kr

Við getum núna lagt þetta saman og lagt mánaðarlega inn á skammtímalánið. 
Þá er skammtímalánið greitt upp stuttu síðar, í júlí 2025.

5 ára skammtímaskuldir - greiddar niður á 19 mánuðum!

Ha?

Já!

Og þá er hægt að halda áfram.
Það eru lausar 84.334,- krónur sem hægt er að fara að leggja inn á höfuðstól húsnæðislánsins. 

Greiðslan þar fyrir er 290.718,- kr og með aukagreiðslunni hækkar mánaðarleg greiðsla upp í 375.052,-
Nú fara hlutirnir að gerast!

Og snjóflóða-aðferðin?

Þá raðið þið bara þeirri skuld sem ber hæsta vexti efst til að greiða hana fyrst. Í okkar dæmi myndu bara bílalánið og skammtímalánið skipta um sæti og við myndum byrja á að greiða inn á skammtímalánið því það ber hærri vexti, 15,2%. 

Það er hægt að lofa ykkur hér að það bítur í lánið og lækkar það hraðar.

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík