Kauptu þér vellíðan - með því að spara!

Það er góð regla að eiga fyrir hlutunum. Sumir segja að það sé gamaldags hugsunarháttur en kannski ættu fleiri að tileinka sér það.

Því að hærri tekjur stuðla ekki endilega að vellíðan - ef eyðslan fer úr böndunum.

Það er auðvelt að eyða meiru en þú aflar, og í dag er mjög auðvelt að taka lán, dreifa greiðslum, fresta greiðslum og hækka þannig útgjöld framtíðarinnar. Það er vítahringur sem við viljum ekki festast í og ekki flókið að leysa með reglubundnum sparnaði.

 Reglubundinn sparnaður getur veitt þér:

·   Fjárhagslegt öryggi

·   Möguleika á að ná settum markmiðum

·   Varasjóð

·   Sparnað fyrir fríi, jólum, afmælum og fleiru.

·   Fjárfestingu í framtíðinni, í hlutabréfum eða skuldabréfum

·   Áætlun fyrir starfslok 

·   Minni skuldir með því að greiða niður lán

·   Bætta andlegri heilsu með minni streitu

·   Aukin tækifæri á aukinni menntun, námskeiðum eða annarri uppbyggingu

·   Öryggi gagnvart sveiflum í íslensku hagkerfi

Fjárhagsleg heilsa er mikilvæg fyrir líkama og sál, ekki síður en að mæta í ræktina og sofa vel. Það þarf að setja sér raunhæf markmið og ákveða þau skref sem þarf að taka til að ná þeim.  

Notendur Aurbjargar geta sett sér sparnaðarmarkmið og haft heildaryfirsýn yfir fjármálin sín. Þá er gott að notfæra sér samanburð á sparnaðarreikningum sem Aurbjörg bjó til fyrir alla sem notast við síðuna aurbjorg.is. Með því erum við að hlúa að okkar fjárhagslegu heilsu.

Aurbjörg

Aurbjörg
12.03.24