Aurbjörg

Hvað á ég að gera við sparnaðinn minn?

Hvað á ég að gera við sparnaðinn minn?

Nú er haustið á næsta horni og margir búnir að vera duglegir að vinna í sumar. Þá eru eflaust einhverjir sem velta fyrir sér „hvað er eiginlega best að gera við sparnaðinn minn?“. Valmöguleikarnir eru margir og hvert svarið er fer líklegast eftir því hvern þú spyrð. 

Ef að þú hafðir hugsað þér að setja sparnaðinn þinn inn á sparnaðarreikning er gott að bera saman ólíka reikninga. Á sam­an­b­urðarsíðu Aur­bjarg­ar hér er að finna 42 mis­mun­andi reikn­inga frá ólíkum bönk­um. Förum aðeins yfir það hvaða reikningar eru í boði. 

Óbundnir reikningar: Hér getur þú bæði lagt inn pening og tekið hann aftur út hvenær sem er. Engin skuldbinding. Venjulega bjóða óbundnir reikningar lægri vexti heldur en reikningar með fastan bindingartíma. 

Bundnir reikningar: Hér er peningurinn þinn lokaður inn á reikning til styttri eða lengri tíma. Bundnir reikningar geta gefið þér betri ávöxtun. Bundnir reikningar til lengri tíma henta oft þeim sem vilja stöðu- og fyrirsjáanleika.

Verðtryggðir reikningar: Sparnaðar­reikn­ing­ar sem verja sparnaðinn þinn gagn­vart verðbólgu.

Það eru ýmsar aðrar leiðir til að ávaxta peninginn þinn. Átt þú húsnæði? Þá gætu greiðslur inn á húsnæðislánið verið góð leið til að spara þér vaxtagreiðslur yfir lánstímann. 

Förum betur yfir hvað gott er að vita í myndbandinu hér fyrir neðan.

Við hjá Aurbjörgu erum hér til að styðja þig í þínum fjármálum og velta þér þau tæki sem þú þarft til að taka upplýstar ákvarðanir. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef við getum aðstoðað þig.

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
Aurbjörg er í eigu fjártæknifyrirtækisins Two Birds ehf.
TwoBirdsRannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Two Birds ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík