Endurfjármögnun húsnæðislána

Byrjum á byrjuninni. Hvað er endurfjármögnun?
Endurfjármögnun er þegar að þú tekur nýtt lán og borgar upp eldra húsnæðislán. 

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að það borgi sig að endurfjármagna húsnæðislánið sitt. Til dæmis gæti þér verið boðið betri kjör annars staðar, þú þarft á viðbótarfjármögnun að halda vegna framkvæmda eða aðstæður breytast og þú þarft einfaldlega að bregðast við. 

Nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga við endurfjármögnun:
1. Kannaðu hvar þú átt lánsrétt
2. Skoðaðu alla lánamöguleika
3. Skoðaðu ólíka lánstíma

Í myndbandinu hér yfir ofan fer Tinna yfir hverjar reglurnar eru varðandi endurfjármögnun og fleiri atriði sem gott er að vita og vera vakandi yfir.

Í lánareiknivél Aurbjargar er mjög einfalt að sjá hvernig næsta húsnæðislánið þitt gæti litið út. Það eina sem þú þarft að gera er að setja inn heimilisfang og lánsfjárhæð, reiknivélin sér svo um að reikna dæmið út og birtir niðurstöður frá öllum helstu lánveitendum landsins. 

Í reiknivélinni getur þú notað allskyns síur sem gerir það einfalt fyrir þig að skoða lán frá ákveðnum lánveitendum, skoða ólíka lánstíma og fleira. 

Í reiknivélinni er einnig að finna útreikning á reglum Seðlabanka Íslands varðandi hámarks lánsfjárhæð og hámarks greiðslubyrði lána sem er fundið út frá ráðstöfunartekjum þínum. Í þessum reglum má mánaðarleg greiðslubyrði (það sem þú greiðir mánaðarlega af húsnæðisláninu) ekki vera hærri en 35% af ráðstöfunartekjum, eða 40% þegar um fyrstu kaup er að ræða. En skoðum eitt dæmi (sjá á mynd fyrir neðan), ef ráðstöfunartekjur eru 500.000 krónur á mánuði þá má mánaðarleg greiðslubyrði ekki vera hærri en 175.000 krónur á mánuði. Hámarkslántaka á verðtryggðu láni er þá 36,3 milljónir og 23,1 milljón ef lánið er óverðtryggt. 


Við hjá Aurbjörgu erum hér til að styðja þig í þínum fjármálum og veita þér þau tæki sem þú þarft til að taka upplýstar ákvarðanir. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef við getum aðstoðað þig.

Aurbjörg

Aurbjörg
06.07.23