Aurbjörg

Aurbjörg reiknar áætlaðar lífeyrisgreiðslur allra lífeyrissjóða: Getur munað 3 árum á starfslokum

Aurbjörg reiknar áætlaðar lífeyrisgreiðslur allra lífeyrissjóða: Getur munað 3 árum á starfslokum

Aurbjörg hefur þróað nýja lífeyrisreiknivél sem reiknar áætlaðar lífeyrisgreiðslur allra lífeyrissjóða á Íslandi. Reiknivélin sýnir að munurinn á milli sjóða getur numið allt að 30% á mánaðarlegum eftirlaunum eða jafngilt 1–3 árum styttri starfsævi fyrir sömu eftirlaun.

Þrátt fyrir að allir greiði í lífeyrissjóð er mörgum erfitt að taka upplýsta ákvörðun um hvaða sjóð þeir velja. Hingað til hafa flestir valið sjóð út frá tilviljun eða vaxtakjörum húsnæðislána. Með nýju lífeyrisreiknivélinni geta notendur Aurbjargar nú séð svart á hvítu hvaða sjóður býður hæstu áætluðu eftirlaun og hvernig mismunandi val hefur áhrif á framtíðartekjur.

Settu inn þínar forsendur og sjáðu hvernig dæmið lítur út.

Settu inn þínar forsendur og sjáðu hvernig dæmið lítur út.

Reiknivélin er sú fyrsta sinnar tegundar sem ber saman alla lífeyrissjóði landsins. Hún tekur einnig tillit til viðbótarlífeyrissparnaðar, tilgreindrar séreignar, væntrar launaþróunar og annarra þátta sem hafa áhrif á lífeyri.

Reiknivélin hentar ekki aðeins þeim sem eru að velja sér lífeyrissjóð, heldur einnig þeim sem vilja fá betri yfirsýn yfir sinn eigin lífeyri og sjá hvernig breytingar á launum, ávöxtun, starfsaldri eða sparnaði geta haft áhrif á framtíðartekjur. Notendur Aurbjargar geta þannig skoðað mismunandi sviðsmyndir og fengið svör við spurningum á borð við:

Hvernig breytist lífeyririnn ef ég hætti fyrr að vinna?

Hver eru áhrif mismunandi ávöxtunar?

Hvernig hefur launaþróun áhrif á eftirlaunin mín?

Lífeyrisreiknivélin birtir niðurstöður á myndrænan hátt og sýnir þróun réttinda, launa og útgreiðslna fram að og eftir starfslok.

Veldu þann sjóð sem þér líst best á.

Veldu þann sjóð sem þér líst best á.

Þetta er þriðja lífeyristengda vara Aurbjargar á árinu, markmiðið er að gera  lífeyrismál skiljanlegri, aðgengilegri og skemmtilegri fyrir alla.

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
© 2017-2025 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík