Til leigu:
Glæsileg og rúmgóð 2ja herbergja íbúð á 1. hæð ( Jarðhæð ) í lyftuhúsi við Sólvallagötu 79 í miðborg Reykjavíkur.
Íbúðin er laus strax.Lýsing eignar:Forstofa: Fataskápur, harðparket á gólfi.
Setustofa/borðstofa: Rúmgóð og björt með stórum gluggum, harðparket á gólfi, útgengi á svalir sem snúa í suður.
Eldhús: Opið við stofu, ljós innrétting með góðu skápa og vinnuplássi.
Svefnherbergi: Harðparket á gólfi, fataskápar.
Baðherbergi: Flísar á veggjum og gólfi, sturtuklefi með glerhlið sem gengið er slétt inní, upphengt salerni, innrétting undir vaski.
Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara inná baðherbergi.
Nýr og glæsilegur íbúðarkjarni á gamla Steindórsreitnum í 101 Reykjavík sem skartar þremur flottum byggingum við Sólvallagötu.
Frábær staðsetning í miðborginni, stutt í alla helstu verslun og þjónustu
Nánari upplýsingar og umsóknir skal senda á netfangið gj@remax.is eða í síma 858-7410