Lýsing 1
VALBORG fasteignasala kynnir: Vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á annarri hæð, með sjávarútsýni, fyrir 60 ára og eldri í vönduðu og eftirsóttu lyftihúsi við Skúlagötu 20. Íbúðinni fylgir stæði í lokuðu bílahúsi. Í húsinu er starfandi húsvörður og er aðgengi til fyrirmyndar. Samkomusalur er í húsinu fyrir félagsmenn.Íbúðin er 93,1 fm, þar af er 5,0 fm geymsla í sameign. Íbúðin er mjög björt, vel skipulögð, með yfirbyggðum svölum og útsýni yfir Faxaflóa og Esjuna. Sameiginlegur stigagangur með annarri íbúð.Eignin Skúlagata 20 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 223-1945, birt stærð 93.1 fm.Nánari upplýsingar veitir Borga Harðardóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 821 2412, tölvupóstur Íbúðin telur forstofu/hol, tvö svefnherbergi/herbergi, baðherbergi, eldhús/borðstofa og stofu. Glæsilegt sjávarútsýni úr stofu. Yfirbyggðar svalir utan stofu sem snúa í suður. Auk þess er sér geymsla í sameign. Myndavélasími er í eigninni.Lýsing:Forstofa: Með fataskáp.Stofa: Björt stofa með útgengi á yfirbyggðar svalir sem snúa til suðurs.Eldhús/borðstofa: Innrétting, við enda gluggans glæsilegt útsýni út á flóann og Esjuna.Svefnherbergi I: Rúmgott herbergi með fataskápum.Svefnherbergi II: Herbergi er inn af eldhúsi , með skáp.Baðherbergi: Flísalagðir veggir, sturta, innrétting, tengi fyrir þvottavél og dúkur á gólfi. Parket á öllum gólfum nema baðherbergi.Sameign:Sér geymsla: 5,0 m² í kjallara Íbúðin er fyrir 60 ára og eldri og má eingöngu selja hana til félagsmanna í Félagi eldri borgara.Við aðalinngang hússins rekur Reykjavíkurborg þjónustu fyrir eldri borgara, Lindargata 59. Ýmis þjónusta er þar í boði, m.a. fjölbreytt félagsstarf og matur, sjá nánar á síðu Reykjavíkurborgar:https://reykjavik.is/lindargata-59Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.