Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:Austurhöfn. Íbúð 314, Reykjastræti 7, 101 Reykjavík.Glæsileg tveggja herbergja 102,3 fm. horníbúð með útsýni til austurs og norðurs yfir Hörpu. Með íbúðinni fylgir sérmerkt stæði í lokuðum bílakjallara.Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið Smelltu á link til að skoða íbúð í 3-DAusturhöfn er glæsileg bygging og staðsett á einstökum stað við höfnina í Reykjavík. Vandað hús og glæsilegur frágangur að innan sem utan. Skjólgóður sameiginlegur garður er rammaður inn af byggingunni.Nánari lýsing: Komið er inn í anddyri með fataskápum. Stofa og eldhús er í opnu alrými með flottum gólfsíðum gluggum sem vísa til Hörpu. Útgengt er út á 4,8 fm svalir til austurs með útsýni m.a yfir til Hörpu og í átt til miðbæjar. Eitt stórt svefnherbergi með fataherbergi. Baðherbergi er með sturtu, baðkeri, skápainnréttingu, spegli og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Sérsmíðaðar ítalskar innréttingar úr amerískri hnotu eru í eldhúsi, fataskápum og baðherbergjum ásamt öðrum föstum innréttingum. Stein borðplötur eru við eldhúsvask, borð yfir eldhúseyju er með marmara flísum. Tæki í eldhúsi af vönduðustu gerð frá Miele og Liebherr. Spansuðuhelluborð, vifta í helluborði, ofni og innbyggð Miele uppþvottavél.Snjall heimiliskerfi er í íbúðinni sem býður upp á að stýra lýsingu heimilisins, hitastigi, stjórnun gluggatjalda, sjónvarps o.fl.Sérmerkt stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni í læstri bílgeymslu. Sérgeymsla íbúðar er 13.0 fmFrábær og flott staðsetning með iðandi menningarlíf í næsta nágrenni.Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-