Lýsing 1
LIND Fasteignasala og Arnahvoll kynna með stolti Bjarkarholt 17-19. Um er að ræða 58 nýjar og glæsilegar íbúðir í vönduðu fjölbýlishúsi. Fjölbreyttar 2ja - 4 herbergja íbúðir í lyftuhúsi og fylgja bílastæði í bílageymslu flestum íbúðum.Íbúðum er skilað fullbúnum með gólfefnum. Öllum íbúðum fylgir innbyggð AEG uppþvottavél og AEG innbyggður ísskápur. Allar nánari upplýsingar veita:Arinbjörn Marinósson Löggiltur fasteignasali / / 822 8574Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali / / 690 8236 Eining má sjá heimasíðu verkefnisins. Skoðaðu með að smella hérna: bjarkarholt17-19.is Íbúð 305 skiptist í tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, geymslu, 6 fm svalir.Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak og Dorma. Hafðu samband til þess að fá nánari skilalýsingu. Útdráttur:Frágangur íbúða inni: Íbúðir verða afhentar tilbúnar með gólfefnum. Léttir innveggir eru hlaðnir með Lemga milliveggjastein spartlaðir og málaðir.Gólf: Gólf á baðherbergjum eru flísalögð með 60 x 60 cm ljósum flísum. Gólf á íbúðum verður parketlagt með harðparketi.Veggir: Veggir eru spartlaðir og málaðir. Veggir á baðherbergjum eru flísalagðir á tvo vegu. Veggjaflísar á baðherbergjum eru 60 x 60 cm í ljósum lit.Innihurðir: Allar hurðir eru hvítar og yfirfelldar með svörtum hurðarhúnum.Innréttingar: Allar innréttingar eru frá Parka af gerðinni Taumona.Eldhús: Eldhúsinnrétting er úr hvítu melamin. Borðplötur eru harðplastlagðar dökkar með marmaraáferð. Eins hólfs eldhúsvaskur úr stáli, með einnarhandar blöndunartæki, Grohe eða sambærilegt. Í innréttingu er AEG spanhelluborð, AEG veggofn með blæstri, útdraganlegur gufugleypir er undir efri skáp.Baðherbergi: Innréttingar á baðherbergjum afhendast með speglaskáp, skápar eru hvítir, borðplötur eru harðplastlagðar og höldur eru úr stáli í svörtum lit. Sturtur eru með sturtugleri. Flísalögn á baði mun ná upp í 240cm. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergjum.Rafmagn: Ljós eru á baðherbergi, í þvottahúsi og í eldhúsi. Nettenglar eru í herbergjum. Rofar og tenglar eru hvítir.Eldhúsraftæki: Eldhúsraftæki eru frá AEG. Ljós verða undir efri skápum í eldhúsi. Ísskápur og uppþvottavél eru innbyggð frá AEG.Búnaður: Dyrasímar með símtóli skv. teikningum, myndavélasímar í íbúðum með sameiginlegum stigagangi.Hreinlætistæki: Vegghengt salerni með hæglokun á setu. Handlaug er með einnar handar blöndunartæki, Grohe eða sambærilegt. Sturta með hitastýrðum blöndunartækjum ásamt sturtustöng með haus og handúðara.Eldhús: Eins hólfs eldhúsvaskur úr stáli, með einnar handar blöndunartæki, Grohe eða sambærilegt.Geymslur: Útveggir og sumir innveggir eru steyptir og verða grófviðgerðir og málaðir. Aðrir veggir geymsla eru úr álveggjakerfi frá GMS. Engar hillur fylgja. Fast ljós í loftum. Frágangur utanhúss:Burðarkerfi eru samkvæmt burðarþolsteikningum. Húsið er allt einangrað að utan með 100 mm steinull og klætt með sléttri málmklæðningu. Léttir innveggir eru hlaðnir með Lemga milliveggjasteinum og spartlaðir og málaðir.Gluggar/gler: Gluggar eru ál/timbur frá Idealcombi A/S. Opnanlegir gluggar og svalahurðir eru með opnunarstillingu til loftunar. Gler er tvöfalt með gasfyllingu, 10 ára ábyrgð framleiðanda fylgir. Hluti glugga/glers skal uppfylla hljóðkröfur skv. teikningum.Lóð: Lóðarfrágangur verður skv. teikningum landslagsarkitekta. Snjóbræðsla á göngustígum samkvæmt teikningu. Bílastæði verða malbikuð og afmörkuð með máluðum línum.Bílageymslur: Frágangur á bílageymslum skv. teikningu, grófviðgerðir og málaðir. Sprungur geta myndast á yfirborði í bílageymslu sem ekki eru meðhöndlaðar frekar.Útveggir: Allir veggir eru staðsteyptir, einangraðir að utan og klæddir með sléttri álklæðningu. Litur klæðningar er mismunandi skv. hönnun arkitekta.Lóð: Lóð, ásamt bílastæðum og innakstursleiðum, afhendist fullbúin skv. teikningum lóðarhönnuðar. Umhverfi: Bjarkarholt 17-19 er á frábærum stað í miðbæ Mosfellsbæjar. Næsta stoppistöð fyrir strætisvagna er aðeins í 120 metra göngufæri. Fallegt útsýni er til fjalla, Esjan til norðurs, Akrafjall og Snæfellsjökull til vesturs, nær eru Úlfarsfell, Lágafell, Reykjafell og Helgafell. Stutt er í íþróttasvæði, líkamsrækt, sundlaugar, útivistarsvæði, golf- og folfvelli. Helsta þjónusta, matvöruverslanir, veitingastaðir og skyndibitastaðir eru í göngufæri. Leikskólar, grunnskólar og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og fleiri leiksvæði eru í nágrenninu. Mosfellsbær tekur þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag í samvinnu við Unicef á Íslandi og hefur það að markmiði að bæta aðstæður barna innan sveitarfélagsins.*ATH* *Myndir að innan sem fylgja auglýsingu er dæmi um íbúðir og eiga ekki við um allar íbúðir í húsinu. Arkitekt: Arkform arkitektar.Burðarþolshönnun: Riss.Lagnahönnun: Teknik.Raflagnahönnun: Gunnar Viggósson.Lóðahönnun: Lilium teiknistofa.Byggingaraðili: Framkvæmdarfélagið Arnarhvoll.Seljandi og lóðarhafi: FA01 ehf.Lind fasteignasala ehf kynnir eignina Bjarkarholt 17 - 405 , 270 Mosfellsbær, nánar tiltekið eign merkt 04-05, fastanúmer 252-1539 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.Eignin Bjarkarholt 17 - 405 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 252-1539, birt stærð 92,9 fm.Nánari upplýsingar veitir Arinbjörn Marinósson Löggiltur fasteignasali, í síma 822-8574, tölvupóstur .-----------------------------------------------------------------------Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.3. Lántökugjald lánastofnunar4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.