Lýsing 1
GULLSMÁRI 7, 201 KÓPAVOGUR. Falleg og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á 5. hæð við Gullsmára 7 í Kópavogi fyrir 60 ára og eldri.Íbúðin er merkt 01 0502. Birt heildarstærð er 100,2 fm.Íbúðin sjálf er 75,6 fm., auk sérgeymslu í kjallara.Stæði merkt nr. 12 í bílageymslu er skráð í 24,7 fm. í fasteignaskrá, sem endurspeglar 3,45% eignahlut í bílskýli.Inngangengt er í Þjónustumiðstöð aldraðra sem rekin er af Kópavogsbæ, sjá www.febk.isÍ þjónustumiðstöðinni er virkt og fjölbreytt félagsstarf, mötuneyti þar sem hægt er að panta góðan heimilismat,fótaaðgerða-, hárgreiðslu-, og handavinnustofa.Á lóðinni er púttvöllur og stutt í göngustíga og útivist í Kópavogsdalnum og eingöngu 5 mínútna gangur í verslunarmiðstöðina Smáralind.MJÖG SNYRTILEG OG VEL UMGENGIN SAMEIGN - TVÆR LYFTUR - YFIRBYGGÐAR SVALIR - MYNDADYRASÍMI Í ÍBÚÐINNI. ÍBÚÐIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR. ÝTTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLITNánari lýsing:Húsið er tólf hæða steypt lyftuhús. Byggt árið 1997. Komið er inn í parketlagða forstofu með fataskáp.Björt og rúmgóð parketlögð stofa með útgengi á flísalagðar, yfirbyggðar suðursvalir með fallegu útsýni.Parketlagt eldhús með góðum borðkrók. Flísar milli efri og neðri skápa. Innaf eldhúsi er geymsla/búr með góðu hilluplássi.Dúkalagt baðherbergi, flísar á veggjum, sturtuklefi og hvít snyrtileg innrétting. Tengi fyrir þvottavél. Tvö parketlögð svefnherbergi með skápum. Auðvelt að sameina annað herbergið stofunni og stækka hana umtalsvert.Sameiginlegur samkomusalur á 12. hæð, sem hægt er að bóka gegn vægu gjaldi, fyrir viðburði, afmæli og þ.h.Eigninni fylgir sérgeymsla með hillum, geymslan er ekki skráð í birtri stærð íbúðar.Bílastæði í bílageymsluhúsi, staðsett við inngang. Búið er að leggja úrtak fyrir bílahleðslustöð við hvert stæði. Góð þvottaaðstaða. Í sameign er vagna- og hjólageymsla.Góð og vel staðsett íbúð á eftirsóttum stað í Smárahverfi Kópavogs í nálægð við Smáralind og aðra fjölbreytta þjónustu.Húsið hefur ávallt fengið gott viðhald.Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2024 er kr. 62.250.000,- VINSAMLEGAST BÓKIÐ SKOÐUN Nánari upplýsingar veita:Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / ----------------------------------------------------------Heimasíða Helgafells fasteignasöluFacebook síða Helgafells- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.