Við tókum saman helstu fyrirspurnir viðskiptavina okkar varðandi Aurbjörgu og bjuggum til kennslumyndbönd sem svara þeim spurningum. Þessi myndbönd er að finna hér 🙂
Eftir að þú skráir eða uppfærir húsnæðislánin þín í Aurbjörgu, birtir Stjórnborð Aurbjargar ekki bara upplýsingar um þín lán, heldur koma líka uppástungur úr Húsnæðislánareiknivél Aurbjargar að öðrum lánum með hagstæðustu mánaðarlegu afborgunum sem finnast á lánamarkaði hverju sinni.
Ef þú velur "Skoða", þá komum við með uppástungur að endurfjármögnun.
Við hjá Aurbjörgu fáum alltaf fyrirspurnir af og til um það hvað skuli gera þegar vextir losna.
Við fórum í töluverða greiningarvinnu á síðasta ári og þessar upplýsingar eiga ennþá vel við.
Hér er slóðin inn á greinina sem við birtum þá.
Á Instagram reikningi okkar erum við með ýmsan fróðleik á líðandi stundu. Mæli með að "Follow-a" okkar þar.
🚗 🚙 🚌 🚐 🏍️ ⛺️ 🌤️
Stærstu ferðahelgar ársins eru framundan. Förum varlega í umferðinni úti á þjóðvegunum og komum heil heim. ❤️
Hlýjar kveðjur,
Aurbjargar teymið