Aurbjörg

Lækkun vaxta á íbúðalánum

Lækkun vaxta á íbúðalánum

Nú þegar mánuður er liðinn af nýju ári hafa samtals 7 lánveitendur íbúðalána lækkað vexti sína á grunnlánum:

LÍVE hefur lækkað verðtryggða vexti

LSR hefur lækkað verðtryggða vexti

Almenni hefur lækkað verðtryggða vexti

Birta hefur lækkað verðtryggða vexti

Festa hefur lækkað verðtryggða vexti

Gildi hefur lækkað óverðtryggða og verðtryggða breytilega og fasta vexti

Lífsverk hefur lækkað óverðtryggða vexti

Lægstu vextir íbúðalána

Því eru lægstu verðtryggðu vextir íbúðalána (m.v. grunnlán) þegar þetta blogg er skrifað (29. janúar 2018):

1. LÍVE með 2,67% breytilega vexti (jafnar greiðslur er þó ekki í boði)

2. LSR með 2,69% breytilega vexti

3. Birta með 2,73% breytilega vexti

En ef krafa er sett um að hafa verðtryggt fastvaxta lán (þ.e. lán sem hefur sömu vexti út lánstímabilið) þá bíður LSR uppá lægstu verðtryggðu vextina eða 3,05%.

Lægstu óverðtryggðu vextirnir (m.v. grunnlán) eru:

1. Birta með 5,35% breytilega vexti

Lífsverk hefur lækkað óverðtryggða vexti

Frjálsi með 5,44% vexti (fastir vextir í 3 ár í senn)

Brú með 5,53% vexti (fastir vextir í 3 ár)

Að taka íbúðalán hjá lífeyrissjóði

Flestir lífeyrissjóðir setja ákveðin lántökuskilyrði, stundum eru þessi skilyrði þó ekki ýkja ströng, t.d. hjá sumum lífeyrissjóðum þarf aðeins að hafa greitt 1-3 sinnum í sjóðinn. Sumir neytendur hafa gleymt í hvaða lífeyrissjóð þeir hafa greitt (til að mynda þegar þeir hafa verið yngri) en hægt er að skoða það inná Lífeyrisgáttinni. Hægt er að skoða lántöku skilyrði hvers lánveitanda ef ýtt er á að "Skoða" lán í íbúðalána reiknivélinni.

Íbúðalán með breytilegum vöxtum

Þegar hugað er að taka íbúðalán með breytilegum vöxtum, hvort sem um ræður endurfjármögnun eða nýtt lán, þá þarf ekki endilega að vera að sá sem er með lægstu vextina í dag sé ákjósanlegasti kosturinn því vextirnir geta tekið breytingum. Gott getur verið að athuga hvaða lánveitandi er líklegastur að vera að meðaltali með lægstu vextina yfir lengri tíma, t.d. er hægt að skoða þróun vaxta hjá lánveitendum yfir lengra tímabil.

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík