Aurbjörg

Hvernig eru kortin borin saman?

Hvernig eru kortin borin saman?

Samanburður á kredit- og debetkortum

Helstu eiginleikar greiðslukorta eru bornir saman. Fyrir kreditkort er það árgjald, ferðatryggingar, fríðindi, tegund korts og útgefandi. Fyrir debetkort er það árgjald, fjöldi frírra færslna, færslugjald, tegund korts, útgefandi og fyrir hvern kortið er.

Árgjald

Í samanburðinum er árgjald kortanna sýnt en taka skal fram að sumir kortaútgefendur gefa afslátt af árgjaldi ef neytandi er í einhvers konar vild hjá þeim eða með ákveðna ársveltu á kortinu. Fyrir aukakort er oftast greitt hálft árgjald.

Ferðatryggingar

Ferðatryggingar fyrir kreditkort eru flokkaðar í 4 flokka eftir hversu góðar þær eru og eru flokkarnir táknaðir með stjörnum. Engin stjarna þýðir að engin ferðatrygging fylgir kortinu. Við flokkun ferðatrygginganna er notast við sömu flokkun og kortaútgefandinn notar, en þær flokkanir eru nokkuð sambærilegar milli mismunandi kortaútgefenda.

Fyrir þá sem vilja hafa bílaleigutryggingu, þá fylgja þær oftast þeim kreditkortum sem eru með bestu tryggingarnar (4 stjörnur).

Vildarklúbbur Icelandair

Sum kreditkortanna gefa Vildarpunkta Icelandair, þá fær neytandi ákveðið marga vildarpunkta per 1.000 kr. veltu á korti (stundum er það einungis innlend velta en í öðrum tilfellum er það líka erlend velta). Einnig gefa sum kort frían aðgang að Saga Lounge hjá Icelandair þegar flogið er með Icelandair. Í samanburðinum er merki Icelandair litað blátt ef kort býður annað hvort uppá Vildarpunkta Icelandair eða aðgang að Saga Lounge.

Önnur fríðindi

Sum kort innihalda önnur fríðindi sem eru ekki sýnd hér á síðunni. Dæmi um fríðindi eru flýtiinnritun í flug og ókeypis langtímabílastæði við Leifsstöð (fylgir oftast dýrari kreditkortum). Námu debetkortið frá Landsbankanum og Bláa kortið (kreditkort) frá Arion banka gilda sem afsláttarkort á hina og þessa staði, t.d. í bíó og í sund.

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík