Aurbjörg

Árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK)

Árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK)

Hvað er árleg hlutfallstala kostnaðar?

Árleg hlutfallstala kostnaðar, skammstafað ÁHK, er prósentutala þar sem allur árlegur kostnaður af láninu er settur í eina prósentutölu. ÁHK sýnir því bæði vexti og lántökukostnað á ársgrundvelli. Neytendur geta því borið saman þessa prósentutölu til þess að finna út hvaða lánaveitandi býður upp á hagkvæmasta lánið, því lægra sem ÁHK er því betra.

Slíkur samanburður á sérstaklega við þegar um er að ræða svokölluð neytendalán eða smálán þar sem kostnaðurinn við þau getur verið gríðarlega hár án þess að neytandi átti sig á því. Dæmi er um að ársvextir slíkra lána geta verið kringum 10-13% en til viðbótar við það kemur ef til vill 4% lántökugjald og annar kostnaður t.d. greiðslugjald. Við það getur árleg hlutfallstala kostnaðar farið allt upp í 40-50% sem er dýrt og kostnaðasamt lán. Því er nauðsynlegt að horfa ekki einungis á vexti þegar lán eru borin saman heldur einnig á árlega hlutfallstölu kostnaðar.

50% hámark á ÁHK

Samkvæmt lögum um neytendalán má ÁHK ekki vera hærri en 50% að viðbættum stýrivöxtum. Þetta er gert til þess að vernda neytendur en borið hefur á því að sumir lánveitendur hafa verið að bjóða uppá lán með hærra ÁHK og hefur neytendastofa þurft að beita stjórnvaldssektum í sumum tilvikum til að vernda neytendur gegn gríðarlega kostnaðarsömum lánum.

Í auglýsingum um neytendalán ber lánveitanda skylda að sýna árlega hlutfallstölu kostnaðar til að tryggja að neytandi geti borið saman mismunandi lánamöguleika. Þar að auki skulu allir lánveitendur reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar eftir ákveðinni formúlu svo prósentutalan sé marktæk milli lánveitanda. Fyrir áhugasama er hægt að skoða ítarlegri upplýsingar í Reglugerðarsafni hjá Dómsmálaráðuneytinu.

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík