Nú hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25% síðan í ágúst á síðasta ári. Verðbólga vorið 2023 fór hæst í 10,2%. Nú er verðbólga sest niður í 6% og margir eru orðnir langeygir eftir vaxtalækkun. En á sama tíma er verðbólgumarkmið Seðlabankans 2,5%. Því gætum við þurft að þreyja þorra þessa háa vaxtastigs örlítið lengur. Nema ef Seðlabankinn vill gefa landsmönnum óvænta sumargjöf 8. maí?
Ef svo er, þá þýða betri lánakjör = fleiri og betri möguleika á endurfjármögnun fyrir áskrifendur Aurbjargar.