Aurbjörg

Náðu stjórn á fjármálunum þínum!

Náðu stjórn á fjármálunum þínum!

Viltu ná stjórn á fjármálunum þínum?

Er það ekki oft þannig að þegar við setjum okkur markmið, þá renna þau plön út í sandinn eftir einn mánuð? Hvernig komum við í veg fyrir það?

Langbesta leiðin er að koma á reglubundnum sparnaði. Hafa sparnað hluta af rútínunni þinni, rétt eins og þegar þú borgar reikningana þína um hver mánaðarmót.

Í daglegu lífi er hollt að hugsa út í hvað peningarnir fara og átta sig þannig á hvað kostar að lifa. Til að ná yfirsýn yfir útflæði peninga þarf að flokka útgjöldin í föst gjöld og neyslu og reikna út hve hátt hlutfall hver flokkur er af ráðstöfunartekjum. 

Reglan 50/30/20 er vinsæl við gerð fjárhagsáætlana þar sem 50% eru föst gjöld, 30% neysla og 20% sparnaður. Þessi hlutföll eru ekki heilög og eru einungis til viðmiðunar.

Það er auðvelt að lesa út úr 50/30/20 reglunni á heimasíðu Aurbjargar.

Það er auðvelt að lesa út úr 50/30/20 reglunni á heimasíðu Aurbjargar.

Hvað eru útgjaldaflokkar?

·    Innifalið í föstum gjöldum er sem dæmi afborganir af íbúðalánum eða leiga á húsnæði, allur kostnaður við húsnæði og kostnaður við að eiga bíl. Við þetta bætist matarkostnaður, skólagjöld og dagvistun barna.

·    Neyslan er það sem fer í skemmtun, sem dæmi út að borða, áhugamál, fatnaður og snyrtivörur.

·    Sparnaður er því sú fjárhæð sem lögð er til hliðar og er hugsuð sem varasjóður, minnka skuldir og sparnaður fyrir framtíðina.

Svo þarf að huga að því að eyrnamerkja peningana sem eru settir til hliðar í sparnað. Hvað á að gera við þá peninga? Það fer eftir aðstæðum hvers og eins hvernig sparnaði er ráðstafað. 

Hver elskar ekki uppskriftir? Og þá sérstaklega uppskriftir af heilbrigðari fjármálum?

Byrjaðu að spara!

Höfum sparnað og fjárfestingar sem reglu en ekki undantekningu, óháð upphæð.

Komdu með að spara!

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
Aurbjörg er í eigu fjártæknifyrirtækisins Two Birds ehf.
TwoBirdsRannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Two Birds ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík