Fylgist með húsnæðislánum ykkar!

Margir hafa nýtt sér vaxtalækkanir og endurfjármagnað húsnæðislánin sín á síðustu misserum á lægri vöxtum. Vefsíðan Aurbjörg.is hefur hjálpað fjölda fólks að fara í gegnum þetta ferli með einföldum og upplýsandi hætti.

Undanfarið hafa margir breytt húsnæðislánum sínum í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Varaseðlabankastjóri benti á það í fréttum sl. föstudag að núverandi vaxtastig muni ólíklega vara til lengri tíma litið og sagði mikilvægt að fólk spenni ekki bogann þannig að núverandi greiðslubyrði sé við ystu þolmörk.

Það er mjög mikilvægt fylgjast vel með þróun efnahagsmála og hafa góða sýn á því sem er að gerast í því efnahagsumhverfinu á hverjum tíma. Þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á þróun kjara á húsnæðislánum eru:

. Verðbólga

. Stýrivextir Seðlabankans

. Vextir á markaði

Á Aurbjörgu er að finna góðar upplýsingar um ofangreinda þætti á síðunni undir „fróðleikur um lán“.

Fjöldi fólks hefur nýtt sér húsnæðislánareiknivélina á Aurbjörgu sem sýnir á ótrúlega einfaldan hátt samanburð á greiðslubyrði t.d. þíns láns við það sem er í boði á markaðinum. Það er undir hverjum og einum komið að huga vel að sínum fjármálum. Gott er að nýta sér tæki og tól eins og Aurbjörgu til að átta sig á stöðunni hverju sinni. Aurbjörg er auðlesin og einföld í notkun. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að fara í gegnum lánareiknivélina þannig að tímakaup fólks getur orðið mjög hátt.

Vaktaðu lánið

Aurbjörg er stöðugt að þróa vefsvæði sitt til að þjónusta notendur betur. Unnið er að þeirri nýjung að bjóða notendum að vakta lánin sín og láta vita þegar vaxtabreytingar eiga sér stað. Gert er ráð fyrir að þessi nýja þjónusta verði kynnt notendum fyrir lok september.

Aurbjörg

Aurbjörg
31.08.20