Ný og bætt upphafssíða fyrir greidda áskrift !
Nýtt og betra mælaborð birtist nú viðskiptavinum okkar eftir innskráningu á greidda áskrifendavef Aurbjargar, min.aurbjorg.is. Sú slóð er upphafssíða þeirra áskrifenda sem eru í grunnáskrift Aurbjargar.
Markmið mælaborðsins er að draga saman aðalatriðin í fjármálunum þínum á einfaldan hátt. Í mælaborðinu birtist yfirlit yfir fasteignir, ökutæki og aðrar eignir ásamt virði þeirra. Einnig er hægt að skoða stöðu íbúðalána, bílalána, annara skulda og bankareikninga.
Svona getur þetta litið út:
Lánavöktun húsnæðislána er ný vara á teikniborði vöruþróunardeildarinnar okkar sem verður í boði fyrir viðskiptavini Aurbjargar í grunnáskrift.Lánavöktun gerir viðskiptavinum Aurbjargar kleift að fá sérstakar upplýsingar um breytingar lánakjara hjá lánveitendum húsnæðislána. Á mannamáli væri það þannig að við getum látið þig vita um leið og vextir breytast.
Ný færsla á blogginu!
Þegar verið er að:
- taka fyrsta lán til húsnæðiskaupa,
- taka nýtt lán fyrir nýja eign,
- endurfjármagna eldra lán,
þá leggst til lántökukostnaður sem oft er ófyrirséður. Við hjá Aurbjörgu hlóðum í einn bloggpóst til að varpa ljósi á þennan kostnað hjá stóru bönkunum þremur.
Húsnæðis - og mannvirkjastofnun (HMS) var að uppfæra fasteignamat fyrir árið 2025.
Fasteignamat hefur meðal annar áhrif á fasteignagjöld en líka lánamöguleika. Margar lánastofnanir horfa til fasteignamats þegar verið er að reikna fasteignalán og miðað við það gætu sumir fasteignaeigendur nú verið með breytta sviðsmynd í lánamálum. Þá er kjörið að vera með góðan lánareikni 🦾
Við erum búin að uppfæra verðmat fyrir fasteignina þína. Ef þú ert í grunnáskrift, þá færðu sjálfvirka uppfærslu á verðmati fasteignanna þinna inni í þínu stjórnborði.
Við hjá Aurbjörgu erum í skýjunum yfir því að hafa fengið úthlutaðan Vaxtar-styrk úr vorúthlutun tækniþróunarsjóðs Rannís. Þennan styrk munum við nota til að valdefla viðskiptavini okkar enn meira með spennandi vöruþróun fyrir fjármál einstaklinga..
Við erum afar þakklát og munum vanda til verka ❤️
Hlýjar kveðjur,
Aurbjargar teymið