Þú gætir sparað milljónir

Tækifæri til verulegs sparnaðar vegna vaxtalækkana.

Aðstæður á markaði eru fordæmalausar á mörgum sviðum þessa dagana. Stjórnvöld takast á við stórt verkefni sem snýr að því að halda þjóðarskútunni á floti og styðja við almenning og atvinnulífið í landinu. Mörg fyrirtæki berjast í bökkum og margir hafa misst vinnuna. Gengisfall krónunnar veldur vöruhækkunum og því margir sem leita leiða til að draga úr föstum kostnaði heimilanna. Aurbjörg vill því benda fasteignaeigendum á tækifæri til að spara verulegan pening með einföldum hætti og lítilli fyrirhöfn.

Stýrivextir Seðlabankans hafa í fjórgang verið lækkaðir á þessu ári og eru nú í sögulegu lágmarki. Í umhverfi sem þessu á fólk að skoða með að endurfjármagna húsnæðislán sín. Mörg dæmi eru um nokkurra milljóna króna sparnað hjá fólki sem endurfjármagnar um þessar mundir. Aurbjörg hvetur fólk til að skoða sín mál.

Aurbjörg hjálpar við endurfjármögnun lána

Fyrir um ári síðan voru stýrivextir Seðlabankans 4,5% en eru í dag 1%. Íbúðalán banka, lífeyrissjóða og annarra lánastofnana hafa fylgt þessari þróun eftir með lækkun vaxta, þ.á.m. vöxtum á húsnæðislánum. Þeir sem eru með húsnæðislán ættu því að fylgjast vel með tækifærum til endurfjármögnunar í þeim tilgangi að lækka greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur. Á Aurbjörgu er að finna reiknivél sem sýnir þetta á ótrúlega einfaldan hátt með samanburði á greiðslubyrði þíns láns við það sem er í boði á markaðnum. Aurbjörg gerir reyndar meira en það því hún reiknar út líklega lækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði þinni. Aurbjörg er ekki að flækja hlutina heldur er hún auðlesin og einföld í notkun enda tekur þetta aðeins tvær mínútur þannig að tímakaupið þitt getur orðið mjög hátt.

Aurbjörg

Aurbjörg
20.05.19