Það má með sanni segja að Aurbjörg hafi fest sig í sessi hér á landi fyrir fólk í leit af upplýsingum um fjármál heimilanna, ekki síst nú þegar miklar sviptingar eru á húsnæðis- og lánamarkaði.
Vefurinn Aurbjörg.is er í stöðugri þróun og við erum gríðarlega spennt fyrir nýjungum sem eru væntanlegar á næstunni. Verið er að taka allan vefinn í gegn og munu notendur taka eftir miklum breytingum til hins betra hvað varðar bæði útlit og virkni. Þjónustan verður aðgengilegri, nýir þjónustuþættir kynntir til leiks og sem dæmi þá er unnið að því að koma á síðu á Aurbjörgu m.a. fyrir tryggingar, sjóði og fleiri spennandi þætti.
Við settum nýlega í loftið vildaráskrift fulla af skemmtilegum nýjungum og möguleikum fyrir fólk sem vill til dæmis vakta kjör á húsnæðisláninu sínu, fá frítt verðmat á fasteignum og fá fréttir þessu tengdu beint í æð. Premium-notendur fá tilkynningar þegar er heppilegur tími til að endurfjármagna lán, hvort sem þeir leitast við að lækka greiðslubyrði, verða skuldlausir fyrr eða losa um fjármagn. Premium áskrift kostar einungis 790 krónur.
Verðmatið er tól sem okkar sérfræðingar í upplýsingatækni, gervigreind, gögnum og upplýsingum hafa þróað og er mikið notað af fasteignasölum, bönkum, lífeyrissjóðum og ekki síst einstaklingum í fasteignahugleiðingum. Það er ofboðslega dýrmætt fyrir fólk sem er að selja eða kaupa fasteign að geta flett upp í verðmatinu áður en það selur eða gerir tilboð í eign. Verðmatið birtir upplýsingar úr þinglýstum kaupsamningum á sambærilegum eignum sem hafa selst undanfarið auk þess að birta önnur gagnleg markaðsgögn. Verðmat Two Birds kostar kr. 1.990 og er hægt að nálgast það á aurbjorg.is.
Við verðum mikið vör við að fólki finnist erfitt að nálgast upplýsingar á mannamáli um fjármál og sumum fallist hreinlega hendur þegar kemur að tali um mismunandi vexti, verðtryggingu og þess háttar. Þess vegna reynum við að birta skýrar upplýsingar á Aurbjörgu til að bæta fjármálalæsi Íslendinga.
Okkar meginmarkmið er að hjálpa fólki að taka upplýstari ákvarðanir í fjármálum. Við aukum á gagnsæi með því að bera saman ýmsa þjónustu á Íslandi á hlutlausan hátt. Auk fasteignaupplýsinga er hægt að sjá samanburð á lánakjörum banka og lífeyrissjóða, verðskrá fjarskipta- og raforkufyrirtækja og ýmislegt fleira sem fólki er vert að huga að.
Við höfum fengið mjög sterkan meðbyr frá notendum frá upphafi og erum spennt fyrir framtíðinni þar sem Aurbjörg verður vonandi fyrsta stopp allra sem reka heimili eða eru að huga að kaupum og sölu á fasteignum og vilja taka góðar ákvarðanir í fjármálum.