Tryggðu þér
bestu kjörin

Óskaðu eftir tilboði í sambærilegan tryggingarpakka og þú ert með í dag eða í ökutækjatryggingar með einföldum og fljótlegum hætti.

Áskrift kostar aðeins 1.190 kr. á mánuði og þú getur sagt upp hvenær sem er.

Aurbjorg

Svona virkar þjónustan

Þjú einföld skref:

 • 1

  Tilboðsbeiðni

  Þú velur annað hvort að fá tilboð í sambærilegan tryggingarpakka og þú ert með í dag eða í ökutækjatryggingar og svarar nokkrum spurningum.

 • 2

  Móttaka tilboða

  Við sendum tilboðsbeiðnina til tryggingafélaganna og látum þig vita um leið og tilboðin berast okkur

 • 3

  Samanburður

  Þú skoðar tilboðin á heimasvæði þínu, berð þau saman og tekur ákvörðun um framhaldið

Spurt og svarað um tryggingar

Þú velur hvað þú vilt tryggja og svarar nokkrum spurningum. Þú veitir okkur umboð til þess að fá tilboð fyrir þína hönd og samþykkir vinnslu persónuupplýsinga, bæði hjá Aurbjörgu og tryggingafélögunum. Við sendum tilboðsbeiðnina á tryggingafélögin, ásamt umboðinu og samþykkinu. Við fáum tilboðin til baka og látum þig vita um leið og þau berast okkur. Þú skoðar tilboðin, berð þau saman og ákveður hvað þú vilt gera í framhaldinu.

Áskrifendur geta fengið tilboð í tryggingarnar í gegnum Aurbjörgu og geta vaktað tryggingarnar í framhaldinu.

Áskrift kostar 1.190 kr. á mánuði, en innifalið í áskrift er m.a. 4 verðmatsskýrslur á mánuði (sem annars kosta 7.960 kr.) vöktun á húsnæðislánum, framkvæmdabók heimilisins o. fl.

Ferlið við að svara spurningunum og ganga frá tilboðsbeiðni tekur í flestum tilvikum aðeins nokkrar mínútur. Ferlið við að fara í gegnum mismunandi ferli hjá hverju og einu tryggingafélagi tekur hins vegar mun lengri tíma. Við getum ekki lofað hversu fljótt tryggingafélögin munu svara en vonum að það geti gerst hratt. Við munum ýta á eftir svörum frá tryggingafélögunum og látum þig vita um leið og tilboðin berast.

Við látum þig vita um leið og tilboðin berast okkur frá tryggingafélögunum. Um leið og tilboð berst mun það birtast á heimasvæði þínu hér á síðunni. Tilboðin munu birtast á því formi sem þau berast til okkar frá tryggingafélögunum.

Þegar þú gengur frá tilboðsbeiðninni hjá okkur þá spyrjum við hvort tryggingafélagið megi hafa beint samband við þig eða ekki vegna tilboðsins. Við munum koma ósk þinni á framfæri við tryggingafélögin, en getum því miður ekki tryggt að tryggingafélögin fari eftir henni.

Nei, þessi þjónusta er ekki á vegum tryggingafélaganna. Þjónustan er einungis á vegum Aurbjargar, með það að markmiði að hvetja fólk til að skoða tryggingarnar sínar og fá tilboð í tryggingarnar til samanburðar. Við freistum þess þó að hafa samninga í gildi við tryggingafélögin um fyrirkomulag þjónustunnar, einkum og sér í lagi til að tryggja að tryggingafélögin svari tilboðsbeiðnum hratt og örugglega.

Við munum bjóða áskrifendum að vakta tryggingarnar sínar, til að fylgjast markvisst með að þeir séu að fá bestu tryggingakjörin. Svörin sem þú veitir þegar þú fyllir út tilboðsbeiðnina verða vistuð á heimasvæðinu þínu hér á síðunni. Þú þarft því einungis að veita upplýsingarnar einu sinni, en getur að sjálfsögðu breytt þeim hvenær sem er inni á þínu heimasvæði. Við óskum síðan eftir endurteknum tilboðum fyrir þig sem áskrifanda, t.d. á árs fresti, á grundvelli upplýsinganna og látum vita þegar ný tilboð berast.

Nei, ekki er hægt að ganga frá samningi um tryggingarnar á vefsvæði Aurbjargar, hvorki beint né óbeint. Aurbjörg selur ekki vátryggingar, miðlar ekki vátryggingum, dreifir ekki vátryggingum á annan hátt og veitir ekki ráðgjöf um tryggingar. Þegar þú hefur skoðað tilboðin, borið þau saman og ákveðið hvað þú vilt gera, þá hefur þú samband beint við tryggingafélagið.

Já, við erum sífellt að þróa vefsíðuna og allar okkur þjónustur, til hagsbóta fyrir einstaklinga og heimilin í landinu. Við opnun tryggingaþjónustunnar verður hún í sinni allra einföldustu mynd, en mun strax einfalda fólki lífið þegar kemur að tryggingum. Við vonumst til að geta gert ferlið enn einfaldara og aðgengilegra, ekki síst hvernig tilboðin birtast þér og auðvelda allan samanburð. Þá munum við einnig reyna að fræða fólk meira um tryggingar og ýmislegt sem þeim tengist. Í því skyni munum við einnig leita til þín um aðstoð, t.a.m. með því að segja okkur frá reynslu þinni af tryggingum, tilvikum þar sem hlutir hafa verið bættir eða ekki bættir af tryggingum o.s.frv.

Eins og staðan er í dag er aðeins hægt að óska eftir tryggingum í samskonar tryggingarpakka og þú ert með í dag eða eingöngu í ökutækjatryggingar. Við vinnum nú hörðum höndum að því að uppfæra tryggingarþjónustuna og von bráðar verður hægt að fá tilboð í sérsniðinn tryggingarpakka.