Ný og betri áskriftarþjónusta Aurbjargar er komin í loftið sem einfaldar fólki að taka
upplýstar fjárhagslegar ákvarðanir.
„Aurbjörg er fjártæknivefur sem hefur það að markmiði að aðstoða fólk við ákvarðanir
tengdar fjármálum, með aukin lífsgæði að leiðarljósi. Með þessari nýju leið bjóðast
áskrifendum víðtækari lausnir við að taka upplýstar, góðar og skynsamlegar fjárhagslegar
ákvarðanir sem gætu mögulega sparað þeim milljónir,“ segir Jóhannes Eiríksson,
framkvæmdastjóri Aurbjargar.
Með áskrift að Aurbjörgu má finna margþættar lausnir og þjónustu tengda húsnæðislánum,
tryggingum, sparnaðarreikningum, kortum, bílalánum og skammtímalánum - til dæmis
hvernig finna má hagstæðustu húsnæðislánin með hlutlausum samanburði og
endurfjármagna þau. Á vefnum er einnig að finna samanburð á verði ýmissa vara og
þjónustu, eins og t.d. eldsneyti, síma og neti, bifreiðaskoðun og rafmagni þar sem með
einum smelli er hægt að skipta um raforkusala.
Starfsmenn Aurbjargar hafa síðustu mánuði verið að þróa og útfæra nýju áskriftarleiðina en
með henni fá áskrifendur meðal annars:
✔️ Upplýsingar um bestu húsnæðislánakjörin frá yfir átján lánastofnunum
✔️ Upplýsingar um hvort það borgi sig að endurfjármagna húsnæðislán
✔️ Samanburð á húsnæðisláni þeirra við þau húsnæðislánakjör sem bjóðast í dag
✔️ Upplýsingar um mögulega frekari fjármögnun
✔️ Aðgang að innborgunarreiknivél húsnæðislána
✔️ Rafrænt verðmat (áætlað markaðsvirði) á fasteignina þeirra
✔️ Samanburð á verðmati fasteigna þeirra við verðmat og söluverð annarra fasteigna
✔️ Ítarlegar söluupplýsingar sambærilegra eigna
✔️ Upplýsingar um hagstæðustu bílalánin
✔️ Upplýsingar um ódýrasta rafmagnið
✔️ Upplýsingar um ódýrasta bensínið
✔️ Ferli til að fá tilboð í tryggingar og bera saman hagstæðustu kjörin
✔️ Og svo mætti áfram telja
Áskrift að Aurbjörgu kostar 1.190 krónur á mánuði – áskrift sem borgar sig margfalt.