Aurbjörg

Hvar viltu finna milljón?

Hvar viltu finna milljón?

Við elskum sjónvarpsþættina “Viltu finna milljón?”

Takk, Stöð Tvö! Það ættu allir Íslendingar að horfa á þá. 

En við getum verið með stærri spurningu…

Hvar viltu finna milljón?

Það er hægt að spara á svo mörgum stöðum!

Hér koma nokkur dæmi:

Húsnæðislán er einn stærsti gjaldaliður heimila. Þar er til dæmis hægt að spara ef lán eru óhagstæð.

   - > Endurfjármögnun

Tryggingar eru stór hluti heimilisbókhaldsins. Með því að hafa yfirsýn og leita tilboða er hægt að spara milljón á nokkrum árum

   -> Leita tilboða

Skammtímaskuldir eru kostnaðarsamar til langs tíma. Með því að borga þær niður sparast mikill vaxtakostnaður enda eru skammtímaskuldir dýrasta lánsféð

   -> Greiða niður skammtímaskuldir

Matarinnkaup eru stór útgjaldaliður í hverjum mánuði. Með því að leita tilboða, versla ódýrt og minnka matarsóun er hægt að spara fúlgur fjár. Almenn neysla snýr að öllu sem við kaupum. Þar eru tvær reglur. 

Versla ódýrt því margar búðir selja sambærilegar vörur

Þarftu hlutinn nauðsynlega eða er þetta bara safnaraeðlið að blossa upp.

   - > Skipuleggja innkaup

Bílar geta orðið ansi dýrir í rekstri. Eldsneyti, tryggingar, viðhald og bifreiðakaup geta sveiflast mikið til á heimilum. Hægt er að spara háar fjárhæðir í hverjum mánuði með því að nota bifreiðar minna, sameinast um notkun þeirra og jafnvel fækka þeim.

   - > Taka saman kostnað við rekstur bifreiða

Ferðalög geta verið ferðaþyrstum dýrkeypt. Allt of fáir gera fjárhagsáætlanir áður en haldið er út fyrir landsteinana enda helst oft í hendur að fara til útlanda og “gera vel við sig”. En það er mjög auðvelt að gera áætlun um hvað eigi að gera, á hvaða degi, hvað það kunni að kosta og reyna að stemma stigum við óvænt fjárútlát. Út á fimmtudegi, sundlaug og út að borða á föstudegi, verslunarleiðangur á laugardegi (búið að ákveða hvað vantar) og heim á sunnudegi. Góð áætlun er gulli betri. Og þá er líka hægt að láta sig hlakka til hápunktanna í ferðinni.

   - > Plana fyrst og skemmta sér svo

.... svo mælum við með því að spara í öllum kostnaði.

Þess vegna erum við til dæmis með áskriftartilboð hérna hjá Aurbjörgu.
https://aurbjorg.is/arlega

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík