👀 Lánskjaravakt Aurbjargar 👀
Lánskjaravakt Aurbjargar hefur vægast sagt fengið góðar viðtökur hjá áskrifendum Aurbjargar. Við höfum séð mikla aukningu í umferð á síðum Aurbjargar þar sem áskrifendur okkar hafa skoðað niðurstöður vaktarinnar eða bætt við lánum inn á sínar síður til að virkja Lánskjaravaktina.
Við höfum bæði séð dæmi þar sem áskrifendur okkar hafa getað lækkað húsnæðislánagreiðslur sínar um rúmar 300.000,- og við höfum líka séð þá geta spara sér á annað hundrað miljónir í vaxtasparnað á heildarendurgreiðslu 40 ára húsnæðislána.
Af hverju ættir þú að nýta þér Lánskjaravakt Aurbjargar?
Ef þú ert með lán á föstum vöxtum sem er að losna, þá getur verið hagkvæmt að endurfjármagna það frekar en að lenda sjálfkrafa á háum breytilegum vöxtum. Í stað þess að þurfa að afla upplýsinga sjálfur um bestu kostina, leyfðu okkur að sjá um það fyrir þig og tryggja þér bestu kjörin.
Með Lánskjaravaktinni berum við þitt núverandi húsnæðislán saman við öll húsnæðislán á markaðnum og látum þig vita þegar við finnum lán með betri kjörum, lægri mánaðargreiðslum eða lægri heildargreiðslum.
Hér má til dæmis sjá töluverðan mun á mánaðargreiðslum mismunandi lána.
Smelltu hér og fáðu að vita meira.
Það er nokkuð óraunverulegt að sjá stýrivexti haldast svona háa í þetta langan tíma. Seðlabankinn hefur ekki viljað lækka stýrivexti í heilt ár og helstu rökin hafa verið verðbólgumarkmið. Það er þungt hljóðið lántakendum sem hafa verið að greiða hærri afborganir en búist var við. Um leið og við finnum til með lántakendum, þá er kjörið tækifæri til að íhuga hvort endurfjármögnun lánsins sé hagkvæm lausn.
Við höfum fundið það hjá notendum Aurbjargar að um leið og hætta er á greiðsluerfiðleikum varðandi mánaðarlegar greiðslur, þá þurfi að fara alvarlega að íhuga aðrar leiðir. Í sumum tilfellum höfum við séð að kostnaður við endurfjármögnun ásamt því að sjá höfuðstól lánsins hækka tímabundið, sé lægri en sá kostnaður sem verður til ef viðskiptavinir standa frammi fyrir greiðsluerfiðleikum.
Í viðtali við Brynju Baldursdóttur, forstjóra Motus, kom fram að greiðsluerfiðleikar séu að aukast en almennt séu Íslendingar gjarnari á að greiða fyrst af húsnæðisláni og bíða með minni reikninga þegar þrengir að. Með þessu getur þó verið að bjóða hættunni heim því vanskil eru alltaf kostnaðarsöm auk þess sem þau geta haft áhrif á lánshæfismat gagnvart lánveitendum. Í slíkum aðstæðum ætti að íhuga allar leiðir. Hvort sem það er minni eyðsla, aukin vinna eða endurfjármögnun, þá er ekki mælt með að gera ekki neitt.
Við höfum tekið saman allar vörur sem Aurbjörg hefur upp á að bjóða á einum og sama stað.
Hér er að finna ýmis verkfæri sem aðstoða þig við að fá meiri yfirsýn yfir þín fjármál og geta sparað þér pening.
Hlýjar kveðjur,
Aurbjargar teymið