Aurbjörg

Allt sem þú þarft að vita um rafmagnsreikninginn þinn!

Allt sem þú þarft að vita um rafmagnsreikninginn þinn!

Allir þeir sem skráðir eru fyrir rafmagnsmæli fá tvo mismunandi rafmagnsreikninga í hverjum mánuði.

Annar reikningur kemur frá dreifingaraðilanum. Hinn kemur frá söluaðilanum.

1. Dreifingaraðilinn

Dreifingaraðilarnir eru 5 talsins á landinu og þeir annast dreifingu og flutning á rafmagni og eru ábyrgir fyrir rafmagnsmælum heimilanna. 

Þessir aðilar eru HS veitur, Orkubú Vestfjarða, Rarik, Norðurorka og Veitur. 

Þú ræður því ekki til hvaða dreifingaraðila þú greiðir til en það fer eftir því hvar þú býrð, semsagt hvaða landssvæði, bæ eða borgarhluta. 
Til að mynda er það svo á Stór-Reykjavíkursvæðinu að tveir aðilar sjá um dreifingu rafmagns; Veitur og HS Veitur. Skilin liggja þannig að HS Veitur erum með Hafnarfjörð og eitt hverfi Garðabæjar auk Álftaness. Veitur er með rest.

Reikningurinn frá Dreifingaraðila skiptist í fast verð sem fer eftir því hvernig gerð/stærð af rafmagnsmæli er á heimilinu og orkuverð sem er breytilegt gjald og fer eftir þinni mánaðarlegu orkunotkun. 

2. Söluaðilinn

Stundum kallað smásalinn eða söluveita. Þessi fyrirtæki selja þér rafmagnið. Þú getur valið hvaða smásala þú vilt versla við og verðin eru ekki þau sömu hjá þeim öllum. 

Í dag eru þeir 8 talsins og eru eftirfarandi:
- Atlantsorka
- HS Orka
- N1 Rafmagn
- Orka heimilanna
- Orka náttúrunnar
- Orkubú Vestfjarða
- Orkusalan 
- Straumlind

Oft má gera ráð fyrir að 66% af heildar rafmagnskostnaði sé vegna dreifingar og flutning og kemur frá Dreifingaraðila, en 33% af heildar rafmagnskostnaði kemur frá Söluaðila vegna þinnar eigin notkunnar.

Ef þú vilt bera verðin milli þeirra saman og velja hvaða söluaðili hentar þér, þá getur þú skoðað samanburðartöflu Aurbjargar á verði raforku. 

🔗 Samanburður á verði rafmagnsverði hjá smásölum

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
© 2017-2026 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík