Aurbjörg

Hvernig er hægt að fá verðmat á fasteign strax

Hvernig er hægt að fá verðmat á fasteign strax

Hvernig er hægt að fá verðmat á fasteign strax?

Verðmat á fasteign er besta leiðin til að finna hugsanlegt kaupverð á fasteign. Ef þú ert í söluhugleiðingum eða kauphugleiðingum, þá er verðmat besta vísbendingin um hvað eignin á eftir að fara á.

Það er hægt að skoða fasteignamat og brunabótamat fyrir fasteign en það mat endurspeglar ekki markaðsaðstæður hverju sinni. Í sumum tilfellum er það lægra en verðmatið og í öðrum er það hærra. Það þarf því að fá verðmat.

Fasteignasala bjóða upp á verðmat fasteigna en í flestum tilfellum tekur það nokkra daga að fá slíkt. Það þarf líka að fá þá í heimsókn og kannski laga til og svona. Og fyrir óþolinmóða hefur maður ekki bara tíma fyrir slíkt 😊

Það er miklu auðveldara á fá verðmatið sent til þín í tölvupósti þegar þú kallar eftir því. Með einum smelli er hægt að óska eftir verðmati fyrir eignina þína og þá færðu senda skýrslu í tölvupósti.

Svona lítur verðmat fyrir fasteign út.

Svona lítur verðmat fyrir fasteign út.

Í svona skýrslu færðu allar nauðsynlegustu upplýsingarnar sem þú þarft til að vita hvað sambærilega eignir fara á í hverfinu þínu.

Þú færð:

• Áætlað markaðsverð og verðbil

• Sambærilegar seldar fasteignir í:

   • Radíus

   • Hverfi

   • Póstnúmeri

• Sambærilega fasteignir til sölu í:

   • Radíus

   • Hverfi

   • Póstnúmeri

Með þessu færðu verðmat, vísbendingu fyrir því hvað aðrar eignir hafa verið að fara á og tilfinningu fyrir því hvað aðrir eru að setja á sína eign núna.

Ertu að kaupa eign? Þá gagnast verðmats Aurbjargar þér þannig að þú getur borið ásett verð úr fasteignaauglýsingu.

Ef verðmat Aurbjargar er hærra en ásett verð, þá er hugsanlega hægt að gera góð kaup á ásettu verði.

Ef verðmat Aurbjargar er lægra en ásett verð, þá getur verið að seljanda reynist erfitt að selja. Þá er kannski tækifæri til að bjóða lægra.

Með verðmati Aurbjargar getur þú fengið mjög góða tilfinningu fyrir fasteignamarkaðnum og gert góð kaup - eða selt á góðu verði.

Þú værð sjálfkrafa verðmat á fasteignina þína í hverjum mánuði með áskrift að Aurbjörgu.
Þú færð líka 3 fríar verðmatsskýrslur fyrir aðrar fasteignir í hverjum mánuði.

                                                             ➡️   Komdu í áskrift   ⬅️

Aurbjörg finds opportunities in household finances
Let Aurbjörg monitor the market and help you make better financial decisions.
Subscribe
Aurbjörg
Aurbjörg goal is to increase financial literacy, increase transparency and help you make more informed and better financial decisions.
RannisTaekniþrounarsjod
© 2017-2025 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík