Aurbjörg

Berðu saman eftirlaun lífeyrissjóðanna í fyrsta sinn á Íslandi!

Berðu saman eftirlaun lífeyrissjóðanna í fyrsta sinn á Íslandi!

Um hver mánaðarmót greiðir hinn almenni launamaður 4% af sínum tekjum til lífeyrissjóðs og vinnuveitandinn greiðir á móti 11,5% sem gera þá 15,5% af launum. Þetta er há upphæð og því skiptir máli að vera meðvitaður um hvað er í boði og hvað maður fær í mánaðargreiðslur þegar að því kemur. Það getur munað miklu hvað þú færð til baka fyrir þessi 15,5% á mánuði eftir því hvaða sjóð og hvaða leið þú velur.

Nýjasta vara Aurbjargar leyfir notendum að sjá hvað þeir munu ávinna sér í mánaðarleg lífeyrisréttindi á ári hverju hjá öllum sjóðum á Íslandi og bera þá saman, skoðaðu vöruna hér. Varan sýnir þér þannig hver eftirlaun þín hjá öllum sjóðum yrðu en þar getur munað tugum prósenta eða hundruðum þúsunda í hverjum mánuði. Svo er einnig nokkur munur milli sjóða eftir því hvenær þú vilt hætta að vinna, þannig getur einn sjóður hentað best ef þú hættir að vinna 60 ára en annar ef þú vinnur til 67. 

Varan getur einnig varpað ljósi á hvort betra sé að hafa meiri eða minni séreign sem er spurning sem margir velta fyrir sér. Í vörunni getur þú skoðað mismunandi sviðsmyndir af starfslokum, ávöxtun og lífslíkum til þess að finna rétta sjóðinn fyrir þig.

<br>

<br>

Munurinn getur numið allt að 30%

Tökum dæmi um tvítugan einstakling sem verður með að jafnaði meðallaun fullvinnandi einstaklings út starfsævina 845.000kr á mánuði. Þá fengi hann 678.660kr á mánuði hjá þeim sjóði sem gæfi minnst en 20% meira eða 817.428kr á mánuði hjá þeim sem gæfi mest. Það breikkar bilið enn fremur ef viðkomandi hættir að vinna 60 ára, en þá munar tæplega 30%. Hins vegar ef hann myndi vinna til 80 ára að þá myndi muna 4,3% í hina áttina! Þ.e.a.s að sá sem gaf minna við 60 og 67 ára starfslok gæfi meira við 80 ára starfslok. 

Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem hægt er að bera sjóðina saman með þessum hætti en allt byggir þetta á svokölluðum réttindatöflum sjóðanna. Þessar töflur eru ákveðnar af tryggingastærðfræðingum sjóðanna og taka mið af þeim kostnaði sem þeir vænta að sjóðurinn þurfi að standa undir í framtíðinni. Einn stærsti liðurinn í þeim kostnaði er hin margumtalaða örorkubyrði. Staðreyndin er sú að örorkubyrði sjóðanna getur verið nokkuð misjöfn þar sem örorkutíðni mismunandi starfsgreina er oft ólík. Þannig er talið algengara að verkafólk verði fyrir örorku heldur en skrifstofufólk svo dæmi séu tekin. 

Þessi vara er önnur varan af fjórum sem Aurbjörg mun þróa tengda lífeyrismálum en við erum mjög spennt að kynna næstu vörur á komandi vikum og mánuðum. Við hugsum flest almennt alltof lítið um þennan mikilvæga þátt í fjármálum okkar. Staðreyndin er sú að meðal Íslendingurinn á meira í lífeyrisréttindum heldur en í nokkru öðru, meira að segja í fasteignum. Aurbjörg er staðráðin í því að einfalda þann mikla frumskóg sem lífeyrismálin geta verið og upplýsa fólk um þeirra réttindi og valmöguleika.

Prófaðu að reikna út þinn lífeyri miðað við þín gildi í áskrift að Aurbjörgu!

Aurbjörg finds opportunities in household finances
Let Aurbjörg monitor the market and help you make better financial decisions.
Subscribe
Aurbjörg
Aurbjörg goal is to increase financial literacy, increase transparency and help you make more informed and better financial decisions.
RannisTaekniþrounarsjod
© 2017-2025 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík