Aurbjörg

Verðlaun á Vefverðlaununum 2017

Verðlaun á Vefverðlaununum 2017

Aurbjörg.is vann til verðlauna á Vefverðlaununum 2017 í gær (26. janúar 2018) við hátíðlega athöfn í Hörpu í flokknum Gæluverkefni ársins. Vefverðlaunin eru haldin árlega og er uppskeruhátíð vefiðnaðarins þar sem bestu íslensku vefirnir eru verðlaunaðir. Vefverðlaunin eru haldin af SVEF (Samtök vefiðnaðarins).

Takk fyrir móttökurnar!

Það er okkur sem höfum verið að vinna við vefsíðuna mikill heiður að fá þessi verðlaun, en samtals voru 17 vefir og öpp verðlaunuð. Við erum mjög þakklát fyrir verðlaunin en fyrst og fremst erum við þakklát fyrir móttökur á vefnum og viðbrögðin sem við höfum fengið.

Við munum halda ótrauð áfram að aðstoða neytendur, bæta við samanburði og einfalda ákvarðanir neytenda tengt fjármálum og bæta við upplýsingum til að efla skilning á fjármálum til að stuðla að betri fjármálalæsi. Með því er Aurbjörg.is að þróast í að verða fyrsti áfangastaður Íslendinga þegar kemur að fjármálum áður en leitað er til ákveðins fjármálafyrirtækis. Takk og aftur takk fyrir móttökurnar!

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
Aurbjörg er í eigu fjártæknifyrirtækisins Two Birds ehf.
TwoBirdsRannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Two Birds ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík