Aurbjörg hlýtur styrk frá Tækniþróunarsjóði

Two Birds hlaut styrk úr Tækniþróunarsjóði í vorúthlutun í flokknum Vöxtur 2021 fyrir verkefnið Aurbjörg, snjöll fjármálaþjónusta. Um 460 umsóknir bárust sjóðnum í heild og var árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 16%. “Við erum gríðarlega ánægð með að hljóta þennan styrk og er hann mikil hvatning fyrir okkur. Verkefnið hefur mikið samfélagslegt gildi og hefur það að markmiði að hjálpa fólki að taka betri ákvarðanir þegar kemur að fjármálum heimilisins, auka gagnsæi og benda á tækifæri til sparnaðar” segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Two Birds.

Mikið hefur verið lagt í þróun á nýrri premium þjónustu á Aurbjörgu sem hjálpar fólki að halda utan um fjármálin þegar kemur að fjármögnun á húsnæði og því helsta sem viðkemur rekstri heimilisins. Aurbjörg Premium vaktar fyrir áskrifendur húsnæðislánin og lætur vita þegar tími gefst til að endurfjármagna það sem getur leitt til töluverðs sparnaðar. Innifalið í áskriftinni eru fjórar verðmatsskýrslur á íbúðareignum í mánuði, ein fyrir lögheimili áskrifanda og þrjár verðmatsskýrslur sem hægt er að fletta upp að eigin vali. Mánaðaráskrift er einungis 790 krónur.

Aurbjörg

Aurbjörg
15.12.21