Styrkurinn ákveðinn gæðastimpill á verkefni Aurbjargar

Aurbjörg hlaut styrk í haustúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2022 sem tilkynnt var um í byrjun desember. Styrkurinn er vegna verkefnis sem snýr að markaðssókn fyrir nýja og víðtækari þjónustu Aurbjargar sem verður kynnt snemma á næsta ári. Alls bárust 246 umsóknir í sjóðinn og er árangurshlutfall styrktra verkefna 20%. 

„Við erum mjög þakklát og stolt af því að hljóta þennan styrk frá Tækniþróunarsjóði og lítum á styrkinn bæði sem hvatningu og viðurkenningu á gæðum verkefnisins og framtíðaráforma okkar. Aurbjörg hlaut einnig Vaxtarstyrk frá Tækniþróunarsjóði á árinu 2021, sem var ætlaður og nýttur til vöruþróunar. Stuðningur Tækniþróunarsjóðs við vöruþróun og markaðssókn skiptir miklu máli fyrir Aurbjörgu sem vaxandi nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi,“ segir Jóhannes Eiríksson, framkvæmdastjóri Aurbjargar.

Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja við rannsóknir og þróunarstarf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi og er hann er opinn nýsköpunarverkefnum úr öllum atvinnugreinum. Sjóðurinn er samkeppnissjóður sem býður upp á fjölmarga styrktarflokka fyrir verkefni á mismunandi stigi þróunar.

Aurbjörg

Aurbjörg
28.12.22