Hvernig stýrum við fjármálum okkar vel á árinu 2024

Margir viðskiptavinir Aurbjargar nota áramótin til að stilla af nýju fjárhagsári.

Skattframtalið er á næsta leiti, janúar er fyrsti mánuður ársins og satt best að segja eru allir og amma þeirra á bólakafi í áheitum og loforðum um betri hegðun eftir svall haustsins. Sumir ganga jafnvel lengra og fara að spara pening með því að borða gamlan mat og kalla það þorrablót - en það er allt annað mál...

En oft rönkum við úr doðanum og með hækkandi sól og sjáum óþarfa eyðslu síðasta árs jafn vel og jólatré með jólaskrauti sem fokið hefur upp á umferðareyju og enginn nennir að fjarlægja.

Það er undir þessum kringumstæðum sem best er að bregðast við.

En hvar á maður að byrja að spara? Er það í matarinnkaupum? Fatakaupum? Skemmtun? Ferðalögum?

Við hjá Aurbjörgu horfum svolítið fast á húsnæðislánin þessi misseri.

Vaxtastigið er hátt, verðbólgan er há og það er auðveldara en margan grunar að endurfjármagna. Og þar sem húsnæðislán er og verða líklega alltaf með hærri föstu útgjaldaliðum hvers mánaðar, þá er mestan sparnað að finna þar með því fylgjast með hvað er í boði. Það er stundum hægt að vera með örari eignamyndun á húsnæðismarkaði en íslenska hlutabréfamarkaðnum!

Aurbjargar-lánareiknirinn eru sjóðandi heitur þessa dagana og í mikilli notkun hjá áskrifendum okkar. Áskrifendur okkar eru að skoða lánareikninn með alls konar spurningar í huga.

Ef þú ert til dæmis að hugsa:


Mig langar til að kanna hvort ég geti staðið undir afborgunum af lánum á geggjaðri íbúð sem ég sá á fasteignavef um daginn.

Hvaða lánamöguleikar eru í boði ef ég þarf að endurfjármagna 60 milljóna króna lán?

Hvað þarf ég að eiga háa útborgun til að kaupa mér litla íbúð sem fyrstu eign?

.... þá er hægt að finna svörin við þessum spurningum á:

https://min.aurbjorg.is/loan-calculator

... og ó, já! Nú er ennþá ódýrara að koma í áskrift. Ársáskrift að Aurbjörgu kostar minna en pizza á megaviku. Það eina sem þú þarft að gera er að sækja hér :)

https://aurbjorg.is/arlega

Tveir hlekkir - stútfullir af sparnaði!

Hlýjar kveðjur

Aurbjargar-teymið

Aurbjörg

Aurbjörg
17.01.24