Í dag sjáum við að stýrivextir eru háir. Það þýðir að ef þú endurfjármagnaðir lánin þín fyrir 3 árum og festir vextina þá því þeir voru lágir, þá hefur þú notið góðs af því fram til dagins í dag. Vextir hafa hækkað en þú hefur verið á sömu gömlu, góðu vöxtunum. Góðir tímar.
En núna gætu vextir lánsins þíns verið að losna og ef lántakendur gera ekkert á þeim tímamótum, þá fara þeir á óverðtryggða vexti. Það getur verið mikil breyting þar á.
Ef við tökum dæmi af vöxtum á óverðtryggðu lánin í september 2020, þá voru þeir um 4%.
Í dag væri verið að bjóða vexti upp á 9,55%. Ef um væri að ræða afborgun á ca 50 milljóna króna láni, þá væri afborgunin eftir vaxtabreytinguna tæplega tvöföld.
Við þessi tímamót fara sum okkar að hugsa sér til hreyfings á lánamarkaðnum og huga að endurfjármögnun. Því með endurfjármögnun getur þú bæði verið að velja hagstætt lán með tilliti til heildargreiðslu á lánstímanum en líka lægstu mánaðarlegri greiðslu.
Gefum okkur það að tímabundið þurfir þú að lækka mánaðarlega greiðslu á láninu þínu og viljir því taka verðtryggt lán til skammst tíma. Þau eru oft með lægri mánaðarlegri greiðslu. Við erum þó ekki að draga fjöður yfir það að margir hafa horn í síðu þeirra.
En hér á eftir verður tekið dæmi af slíku - og þeim möguleikum sem felast í því að greiða inn á slíkt lán.
Svona getur nú verið fínt að skoða lánin inni á aurbjorg.is
Aðalatriðið hér er að mánaðarleg greiðsla er 208.178,- krónur.
Ef þetta væri óverðtryggt lán, þá væri mánaðarleg greiðsla rétt yfir 400.000,- kr
Kannski finnst þér það bratt.
En kannski áttu aukalega 150þ í mánuði og veltir fyrir þér hvort það muni eitthvað um að borga það inn á lánið í hverjum mánuði.
Hér er bæði búið að skrá að greiðslu viðbótarlífeyrissparnað inn á höfuðstólinn upp á 500þ á ári (fyrir einstakling, 700þ fyrir sambýlinga) ásamt 150þ króna aukagreiðslu á mánuði.
Smá breyting yfir tíma
Hér sést að vaxtasparnaðurinn yfir árið yrði 240.000.822,- kr yfir 40 ára lánstímabilið.
Já, þú last rétt...
240 milljónir og átta hundruð tuttugu og tvær krónur.