Aurbjörg

Fréttabréf Aurbjargar í ágúst

Fréttabréf Aurbjargar í ágúst

👀 Lánskjaravakt Aurbjargar 👀

Lánskjaravakt Aurbjargar virkar þannig að þú getur skráð þínar óskir um lánakjör á lánamarkaði.

Aurbjörg fylgist svo með þeim fyrir þig allan sólarhringinn!Við látum þig svo vita um leið og tækifærin birtast. Það er hægt að fylgjast með því þegar lánveitendur bjóða: 

 - Húsnæðislán á lægri vöxtum

 - Lán með lægri mánaðarlegri greiðslubyrði en á þínum lánum

Þú finnur Lánskjaravaktina í Stjórnborðinu þínu á min.aurbjorg.is

Með því að smella á “Skoða möguleika” getur þú skoðað lán sem Aurbjörg hefur fundið handa þér.

Þegar þú smellir á uppástungur Lánskjaravaktarinnar, birtist listi yfir lán sem gætu hentað þér.

Þar er svo hægt að breyta stillingum Lánskjaravaktarinnar.

Þú getur stillt hvers lags kjör þú vilt taka, miðað við þitt lán.

Það er líka hægt að velja hvort þú viljir fylgjast með breytingum allra banka og lífeyrissjóða eða hvort þú viljir velja einhverja úr.

Allir áskrifendur í greiddri áskrift fá svo sendan tölvupóst þegar lánakjör breytast í samræmi við þeirra óskir.

Láttu Aurbjörgu fylgjast með lánamarkaðnum fyrir þig og komdu í Áskrift.

🚨 Yfirlýsing peningastefnunefndar 21. ágúst 🚨

Þann 21. ágúst mun peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birta næstu yfirlýsingu sína. Mest spennandi er að vita hvað verður ákveðið varðandi stýrivexti, sem hafa áhrif á vaxtastig í landinu og helsta stjórntæki bankans til að stýra efnahagslífinu. 

Miðað við síðustu verðbólgutölur hefur íslenska hagkerfinu ekki tekist að halda verðbólgu undir 6%. Seðlabankinn hefur gefið í skyn að það sé eitt af forsendum þess að vextir geti lækkað. Því er þetta tvísýnt.

Hvað haldi þið?

🎉 Nýtt logo - Nýtt útlit 🎉

Síða Aurbjargar er að taka breytingum og er hún komin með nýtt vörumerki og nýja liti. Á sama tíma og við þökkum stúlkunni með dökka hárið og gleraugun kærlega fyrir, þá viljum við halda nafni okkar sem hæst á lofti.

Því er við hæfi að benda á að upphafsstafurinn í nafninu Aurbjörg felur í sér einn stóran plús. Enda geta allir komið út í plús sem nýta sér þjónustuna okkar. 

Á næstu vikum munum við svo uppfæra allar undirsíður okkar yfir í nýju hönnunina okkar. Það verður gaman ... þegar það verður búið 😆

Hlýjar kveðjur, 

Aurbjargar teymið

Aurbjörg finnur tækifæri í fjármálum heimilisins
Láttu Aurbjörgu standa vaktina og hjálpa þér að taka betri ákvarðanir í fjármálum.
Gerast áskrifandi
Aurbjörg
Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða þig við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.
RannisTaekniþrounarsjod
©2024 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík