EIGNAVAKT AURBJARGAR 📌
Sendu tilboð í þessa!
en svo miklu meira 💨✈️
Við höfum kynnt Eignavakt Aurbjargar í fyrri fréttabréfum.
Ef þú hefur ekki skoðað virkni hennar, þá er Eignavaktin yfirlitssíða yfir allt íbúðarhúsnæði sem er til sölu á Íslandi.
Það er hægt að leita eftir hverfum, verðbilum, stærð og slíku.
Svo er hægt að vista þær íbúðir sem þér líst vel á til að skoða síðar.
Einnig er hægt að setja í gang vakt sem lætur þig vita þegar nýjar eignir birtast sem falla að þínum leitarskilyrðum.
Það er hægt að kalla eftir verðmati fyrir allt að 3 eignir í mánuði sem þú gætir haft sérstakan áhuga á. Það er oft fróðlegt að bera saman uppsett verð við verðmat frá Aurbjörgu. Þar geta tækifæri leynst.
En Eignavaktin er með tvo ása uppí í erminni ♦️ ♠️
Tvö atriði sem "breyta leiknum" eins og sagt er í léttúðugu tali yfir knattspyrnuleik helgarinnar.
En fyrst!
Eina mynd af breiðnefs-unga 😁
🥹
Okkur þótti hann bara svo rosalega sætur 💋
... en jæja, aftur að Eignavaktinni.
Eignavaktin hefur það fram yfir aðrar fasteignaleitir er að hún býður þér upp á létt greiðslumat sem síðan er hægt að nota sem leitarskilyrði við fasteignaleit.
Það þýðir að Eignavakt Aurbjargar er fyrsta fasteignaleitin á Íslandi sem getur leitað með meiri vissu að fasteign sem þú hefur efni á.
Eignavakt lætur þig vita ef eignin sem þú fannst er "innan greiðslugetu" þinnar.
Hér má sjá hvernig eignavaktin sýnir þér hvort eign sé innan greiðslugetu miðað við greiðslumat sem byggir á forsendum sem þú skráir inn.
Þú þarft bara að skrá tekjurnar þínar og sparnað, lánagreiðslur og önnur útgjöld og þá færðu niðurstöðu úr greiðslumati til að hafa til hliðsjónar við leit að draumaeigninni og mánaðarlegum afborgunum á henni.
Það er fátt leiðinlegra í fasteignaleit en að finna eign sem þig langar í en komast svo að því að greiðslumatið þitt er ekki nógu hátt til að geta greitt af lánunum.
Þess vegna er svo sniðugt að byrja strax á greiðslumati 👍🏼
Hér fyrir neðan sérðu mynd af því hvernig létta greiðslumatið okkar gæti litið út.
Svona lítur greiðslumat Aurbjargar út eftir að búið er að fylla út allar upplýsingar.
Með niðurstöðu greiðslumatsins getur þú látið leita að fasteignum sem falla að þinni kaupgetu og þinni lánsgetu.
Draumaeign - sem þú hefur efni á!
Í hverri fasteignaauglýsingu er hægt að senda tilboð í eignina til fasteignasalans. Með því að smella á "Hafa samband" er hægt að velja um að senda fyrirspurn eða tilboð í eignina.
Þessi virkni bætist við allar fasteignir sem eru í sölu hjá REMAX/Lind. Ástæða þess er að REMAX/Lind hjálpaði til við hönnunina á þessari virkni
Hægt er að hafa samband og senda tilboð fyrir eignir sem eru í sölu hjá Remax og Lind
Þannig að Eignavakt Aurbjargar er:
Fasteignaleit á netinu
- Með léttu greiðslumati sem leitarmöguleika
- Sem vaktar uppáhalds hverfið þitt og uppáhalds stærð fasteignar
- Og þú gætir sent tilboð í eignina strax!
Eignavakt Aurbjargar ætti að vera staðalbúnaður hjá þeim sem eru að leita að fasteign á Íslandi.