Í dag hækkaði Landsbankinn árgjaldið á debetkortum um 100 kr. eða úr 690 kr. í 790 kr. og færslugjöld úr 17 kr. í 18 kr.
Einnig hækkaði bankinn árgjald kreditkorta um að meðaltali 12%, en nákvæmar hækkanir má sjá hér að neðan:
Einnig hækkaði bankinn árgjald kreditkorta
Kortin eru að verða dýrari fyrir neytendur, en fyrr á árinu hækkaði Arion banki líka árgjaldið á debetkortunum sínum úr 790 kr. í 870 kr. Það er sífellt að verða háværari raddir um að debetkortin og sérstaklega kreditkortin eru dýr greiðsluleið fyrir allt samfélagið.
Það er greinilega þörf fyrir betri og ódýrari greiðsluleiðum sem byggja ekki á kortakerfinu heldur á beinum millifærslum til að draga úr greiðslukostnaði neytenda og samfélagsins í heild. Slíkar lausnir eru líklega skammt undan en ný reglugerð Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu (PSD2) ýtir undir þá þróun að hægt verði að greiða með símanum sínum út í búð þar sem bein millifærsla á sér stað á milli neytendans og búðarinnar sem mun lækka greiðslukostnað beggja aðila og samfélagsins í heild.
Ps. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda lækkaði í dag verðtryggðu íbúðalánin sín (breytilegir vextir) úr 3,10% í 2,95%