Aurbjörg

Aurbjörg er fjártækni (e. fintech) vefsíða sem hjálpar þér með fjármálin. Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða neytendur við ákvarðanir tengdar fjármálum. Samanburðirnir á Aurbjörg.is eru óháðir öðrum fjármálafyrirtækjum. Með því er verið að gæta að hagsmunum neytenda.

Á vefsíðunni má finna ýmsar þjónustur tengdar sparnaðarreikningum, kortum, og húsnæðislánum, eins og þjónustu til að finna hagstæðustu húsnæðislánin og endurfjármagna þau í óháðum samanburði.

Tilgangur vefsíðunnar er að spara neytendum pening, hjálpa þeim að fræðast um fjármál og finna hagstæðustu kjörin fyrir lán, endurfjármögnun, sparnað, kort, rafmagn heimilisins o.fl.

Um okkur

Aurbjörg byrjaði sem hugarfóstur nokkurra einstaklinga sem vildu einfalda ferli notenda þegar kemur að húsnæðislánum. Í framhaldi af því tóku Ólafur Örn Guðmundsson og Þórhildur Jensdóttir, mastersnemar í verkfræði, við hugmyndinni og smíðuðu og hönnuðu Aurbjörg.is. Í janúar 2020 festi fjártæknifyrirtækið Two Birds ehf. kaup á fyrirtækinu með það að markmiði að byggja enn frekar undir stoðir þess og halda í það góða markmið að veita hlutlausar upplýsingar um þjónustur sem snúa að fjármálum heimilanna og hjálpa fólki að taka upplýstari ákvarðanir með fjármál sín. Hugbúnaðarþróun ehf. er ábyrgðaraðili vefsins.

Vertu í bandi

Ef þú hefur einhverjar ábendingar, hrós, hugmyndir, óskir um nýjar aðgerðir eða eitthvað annað, hafðu þá samband við okkur.

Skilmálar og fleira

Aurbjörg.is tekur enga ábyrgð á fjármála ákvörðunum sem notendur taka. Hér er hægt að skoða skilmála síðunnar.
Mikil vinna og kostnaður liggur á bak við gerð vefsíðunnar, en huga þarf að rekstri og viðhaldi vefsíðunnar, smíði nýrra viðbóta, og vöktun á lánakjörum og fleiri upplýsingum frá tæplega 100 vefsíðum. Til að standa straum af kostnaði þá býður Aurbjörg.is upp á hugbúnað sem þjónustu (e. SaaS) fyrir fyrirtæki, en samanburðir á síðunni eru óháðir til að gæta að hagsmunum neytenda.

"Líkar þér vefsíðan mín? Gerðu vinum þínum greiða og láttu þá vita svo þeir geta notað vefsíðuna líka!" 🎉