Aurbjörg

Allt sem þú þarft að vita um greiðslumat

Allt sem þú þarft að vita um greiðslumat

Greiðslumat er úttekt á fjárhagslegri stöðu umsækjanda og tekur það mið af tekjum og gjöldum, eignum og skuldum. Niðurstaða greiðslumats segir til um greiðslugetu umsækjanda, þ.e., sú upphæð sem umsækjandi hefur afgangs eftir að útgjöld umsækjanda s.s. neysla, rekstur fasteigna og bifreiða, auk annarra lána, eru dregin frá ráðstöfunartekjum. Greiðslumat gefur því gott mat á því hversu mikið svigrúm er til staðar til að greiða af nýju láni.

Samkvæmt lögum um neytendalán ber lánveitanda að framkvæma greiðslumat við lánveitingu ef fjárhæð lánssamnings er 2.000.000 kr. eða meira. Þegar hjón eða sambúðarfólk eru að taka lán skal framkvæma greiðslumat ef fjárhæð lánssamnings er 4.000.000 kr. eða meira.

Ber að nefna að niðurstaða greiðslumats felur ekki í sér ákvörðun um lánveitingu. Ef niðurstaða greiðslumats er neikvæð að þá getur lánveitandi veitt lánið á grundvelli frekari upplýsinga frá umsækjanda sem sýna fram á að umsækjandi geti staðið í skilum með lánið.

Það er mismunandi eftir lánveitendum hvaða upplýsingar og gögn eru nauðsynleg til að framkvæma greiðslumat, en oftast þarf að safna saman launaseðlum, skattframtali, ásamt öðrum fylgiskjölum.

Hjá flestum lánastofnunum fer greiðslumatið nú fram rafrænt og tekur það einungis nokkrar mínútur. Gjald fyrir greiðslumat er breytilegt milli lánastofnana, en yfirleitt kostar það um 7.000–8.000 kr. fyrir einstakling og 14.000–16.000 kr. þegar um tvo umsækjendur er að ræða, til dæmis hjón eða sambýlisfólk.

Aurbjörg og margar lánastofnanir bjóða upp á svokallað bráðabirgðagreiðslumat. Tilgangur þess er að veita yfirsýn yfir greiðslugetu þína á mánuði, reikna út hámarksverð fasteignar og hámarkslánsfjárhæð miðað við þær forsendur sem þú slærð inn. Bráðabirgðagreiðslumat er gagnlegt fyrsta skref þegar farið er að skoða fasteignir og vilt átta þig á fjárhagslegu svigrúmi áður en formlegt greiðslumat fer fram sem krefst greiðslu. 

Í útreikningum bráðabirgðagreiðslumats Aurbjargar er tekið mið af reglum Seðlabanka Íslands. Samkvæmt þeim má mánaðarleg greiðslubyrði af lánum ekki vera hærri en 35% af ráðstöfunartekjum umsækjanda eða 40% ef um fyrstu kaupendur er að ræða.

Hér má sjá stutt myndband sem útskýrir hvernig greiðslumat Aurbjargar virkar, og í leiðinni Eignavakt Aurbjargar, en hún leitar að fasteignum sem passa við þitt greiðslumat og lætur þig vita ef eign sem þú hefur efni á kemur á sölu.

Aurbjörg znajduje możliwości w finansach domowych
Pozwól Aurbjörg monitorować rynek i pomagać Ci podejmować lepsze decyzje finansowe.
Subskrybuj
Aurbjörg
Celem Aurbjörg jest zwiększenie świadomości finansowej, zwiększenie przejrzystości oraz pomoc w podejmowaniu bardziej świadomych i korzystniejszych decyzji finansowych.
RannisTaekniþrounarsjod
© 2017-2025 • Aurbjörg ehf. • 430518-1430 • Lágmúla 9 • 108 Reykjavík