Berðu saman öll húsnæðislán á einum stað

Hér getur þú fundið upplýsingar um lán frá öllum helstu lánveitendum húsnæðislána. Til að auðvelda samanburðinn getur þú notað reiknivél húsnæðislána sem sýnir þér mánaðarlegar greiðslur og heildargreiðslu láns út frá þínum forsendum

Berðu saman öll húsnæðislán á einum stað
Lánveitandi
Fmat.
Veðhlutfall
Lántökugjald
Óverðtryggt
breyt. vextir
Óverðtryggt
fastir vextir
Verðtryggt
breyt. vextir
Verðtryggt
fastir vextir
Uppgreiðslu
kostnaður
Lántaka fyrir
Loading...

Spurt og svarað um húsnæðislán

Já upplýsingarnar í samanburðartölfunni eru uppfærðar daglega.

Sumir lánveitendur setja skilyrði við lántöku, t.d. skilyrði um að þú þurfir að vera í viðskiptum til að fá húsnæðislán. Stóru bankarnir (Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn) eru opnir öllum sem þýðir að þú getur sótt um lán hjá þeim án þess að eiga viðskiptasögu við bankann. Hins vegar eru flestir lífeyrissjóðir sem setja skilyrði og því eru þeir merktir fyrir suma og flesta. Þarna merkir sumir að það séu ströng skilyrði (t.d. að það þurfi að vera greiðandi í sjóðinn í lágmark 6 mánuði til að eiga lánsrétt) og flesta þýðir að það séu vægari skilyrði (t.d. að þú þurfir að vera í viðskiptum eða eiga sögu hjá sjóðnum til að eiga lánsrétt.)

Grunnlán er lán sem hvílir yfirleitt á 1. veðrétt íbúðarhúsnæðis, það reiknast oftast út frá kaupverði eignar við fasteignakaup og fasteignamati eignar við endurfjármögnun og miðast að hámarki við í kringum 70% veðsetningu. Ef þú þarft hærra lán á eignina þá veita sumir lánveitendur viðbótarlán sem er þá á 2. veðrétti eignar á hærri vöxtum.

Dæmi: Einstaklingur kaupir fasteign á 50 milljónir og þarf 80% fjármögnun (40 milljónir í lán). Þá er grunnlánið: 35 milljónir og viðbótarlánið 5 milljónir.

Það er þó misjafnt hvaða lánareglur lánveitendur nota og því getur verið gott að nota reiknivélina á Aurbjörgu. Hún tekur mið af lánareglum allra lánveitenda.

Nei, það er misjafnt hvað lánveitendur miða við og það getur verið flókið að sjá muninn. Til þess að gera góðan samanburð þá er hægt að nota lánareiknivél Aurbjargar. Í lánareiknivélinni er tekið tillit til lánareglna allra lánveitenda og lán birt sem ætla má að standi til boða.