Hvernig standa lánin þín í samanburði við önnur?

Vextir hjá bönkum og lífeyrissjóðum hafa haldið áfram að lækka í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans, neytendum til mikilla hagsbóta. Óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum hjá Landsbankanum eru komnir niður í 3,5%, hjá Arion banka eru þeir 3,54% og hjá Íslandsbanka 3,7%. Lægstu vextina býður lífeyrissjóðurinn Birta, 2,1% fyrir ný lán en þeir hafa tímabundið hætt að bjóða upp á endurfjármögnun. Sjá nánar samanburðartöflu húsnæðislánavaxta á Aurbjörgu.

Þeir sem ekki hafa skoðað tækifæri til endurfjármögnununar á húsnæðislánum sínum ættu að gera það núna. Í lánareikninum á Aurbjörgu fyrir endurfjármögnun gefst fólki tækifæri til að sjá hvernig nýtt lán getur komið út í samanburði við það gamla. Þannig er hægt að sjá á örskömmum tíma hverju endurfjármögnunin getur skilað í krónum og aurum.

Ert þú búin/n að skoða hvernig lánið þitt er í samanburði við önnur?

"Líkar þér vefsíðan mín? Gerðu vinum þínum greiða og láttu þá vita svo þeir geta notað vefsíðuna líka!" 🎉